Nei það er svo sem fínn mic fyrir verðið…7000 með snúru og klemmu ;) Þetta kemur allt á endanum, núna á tveimur árum er ég búinn að fara frá Class D í B, var þannig að ég vann um jólin 2004 og fékk einhvern ágætis pening úr því ásamt afmælinu sem er um þetta leiti, ég keypti mér Mbox og PG57 og MXL 2006 og behringer mixer, 8 rása. Vinur minn átti trommumica svo við tengdum þá bara í mixerinn. Áður en þetta var notaði ég forrit sem heitir N-track eða eitthvað og var freeware. Svo sumarið eftir það keypti ég mér bassamagnara, svo ég lét stúdíódót bíða á hakanum en um jólin 2005 keypti ég mér Digi 002, Mac mini og ADA 8000 fyrir vinnupeninginn um jólin, afmælispening og afganginn af fermingarpeningunum. Svo fékk ég allt í einu 10.000 kall uppúr þurru svo ég keypti SM57 fyrir þann pening. Svo í apríl 2006 var ég svo heppinn að koma inn í hljómsveit sem átti einmitt græjur sem ég átti ekki, og það voru trommumicar. Um vorið sá ég auglýst notaða stúdíómónitora á 25.000 kall, sem ég stökk á strax. Svo eftir sumarið átti ég nokkuð góðan pening, og nú er ég að tala um síðasta sumar. Svo ég geymdi peninginn þangað til nú bara fyrir viku, og þá fór ég til bandaríkjana og verslaði þar 16 rása mixer, 3 sm 57, Beta 52 og beta 58, MXL 9000 lampamic, 2 direct box, lampamicformagnara, lampaequalizer og fleira smádót.
Jæja nú er ævisagan mín á enda en boðskapurinn er að ef maður safnar og hefur virkilega þrá í að eyða þessu í eitthvað viturlegra en pulsu og kók, þá skilar það sér. Sumir félaga minna sem heyra hvaða græjur ég á halda að ég sé að selja kók um helgar, en sannleikurinn er að ég hef fengið 2 hluti gefins, og þeir eru fermingargjafirnar mínar Marshall AVT150 og Fender jazz bass.
oki ég er hættur…