Ég hef prufað bæði gamla og nýja M-boxið og í öll skipti (sem eru svona um 6 eða 7 skipti) sem ég hef notað það þá hefur það alltaf failað á einhvern hátt, sem maður á auðvitað ekki að búast við af græju sem kostar þetta mikið.
Hisnvegar bæði PreSonus og M-audio vörurnar sem ég hef notað hafa verið að vinna töluvert betur og skilað mun betri árangri og töluvert betri upptökum að mínu mati.
Ef maður notar M-audio kort sem styðja við Pro Tools þá er snild að nota Pro Tools, hinsvegar myndi ég ekki mæla með M-box fyrir nokkurn mann.
Skil í raun ekki hvað margir eru til í að láta plata sig í að borga svona mikið fyrir græjur sem faila.
Dæmi um Faila sem ég hef lent í með M-box eru að það hefur “restartað” Phantom Power í miðri upptöku. Slekkur á sér að engri ástæðu, MIDI-out virkaði bara alls ekki. Ég rakst eitt sinn í boxið þegar það var verið að taka upp og það heyrðist á upptökunum svona sssh hljóð.
Semsagt í raun er þetta ekki að gera sig miða við hvað það er dýrt. Gæti verið gölluð eintök sem ég hef prufað en í þokkabót þá finnst mér M-box vera bara óþægilegar græjur svona over-all.
Samt þá er þetta svo missmunandi hvað fólk vill og þeir sem geta notað M-box mega alveg gera það mín vegna, ég held samt áfram að nota M-audio og PreSonus ef ég er að leita eftir ódýrum en solid græjum.
Hinsvegar ef maður er kominn útí Digi 002 þá er maður farinn að tala um þægilegar og traustar græjur. :)
Bætt við 5. desember 2006 - 16:02
Gleymdi að taka það framm að ég hef bara notað 2 M-box, eitt gamalt og eitt nýtt.
Hef samt notað gamla í 3 eða 4 skipti og nýja í 3 skipti.