Ég var nú bara að tala um afhverju ég efaðist um að SAE myndi vera stofnaður hér á Íslandi.
Þótt það séu fáir sem eru að vinna við þetta þá var mitt point það að ef það myndi vera stofnaður skóli hér á landi þá myndi vera lítið af starfi fyrir fólk sem kæmi úr því námi sem er dýrt nám, þ.a.l. myndi fáir fara i skólann og skólinn myndi ekki ganga.
Fyrir ári síðan þá vann enginn SAE menntaður einstaklingur hjá Hljóð-X, Exton né 365 ljósvakamiðlum.
Ef það er einhver sem vinnur hjá Rúv þá er hann ekki búinn að starfa þar mjög lengi eða hann er með meiri menntun. (Miða við mínar upplýsingar sem eru nokkuð áreiðanlegar þá er enginn einstaklingur starfandi á Íslandi sem er engöngu með SAE menntun).
En ef þú lest upprunalega póstinn minn þá sérðu að ég var samt að reyna að hafa point um efasemdir um stofnun SAE hér á Íslandi. :)