Stafræna Íslenska hljóðupptöku félagið sem er staðsett innan tónlistarskóla Kópavogs hefur verið með mjög góð námskeið sem hafa kostað 90 þúsund. Ég fó á þetta námskeið og var mjög hrifinn. Það eru bóklegir tímar með um 16 manns og svo verklegir tímar þar sem aðein 4 eru saman. Þar er lögð meiri áhersla á klassískar upptökur en þó tók minn hópur upp Botnleðju líka. FÍH hafa boðið uppá sambærilegt námskeið fyrir mun minni pening. Bróðir minn fór á það fyrir þó nokkru síðan og ókosturinn við það er sá að það eru rosalega margir saman í tíma (voru 16 saman í verklegum tíma) svo það er ekki eins mikil 1 on 1 kennsla. Einnig var kennarinn í það skiptið einfaldlega plebbi sem hafði tekið námskeiðið sjálfur árinu áður á meðan Stafræna í Kópavogi skrtar Sveini Kjartansyni, snillingi með meiru. Svo er auðvitað Þorvaldur Bjarni með hljóðupptökuskóla sem ég hef lítið heyrt um en auglýsingarnar á síðunni lofa mjög góðu. Mikill tími settur í það og farið yfir margt. Minnir að það séu litlar 270 þúsund fyrir námskeiðið þar.. En ég hugsa að það sé vel þess viðri.
Sama hvort namskeiði sem þú svo tekur (FÍH eða í Kópavoginum) þá er í boði framhaldsnákskeið í Stúdíó Sýrlandi sem er eitt af okkar topp stúdíóum. Það er svipað sniðið og þetta sem er í kópavoginum en þar er farið yfir contemporary (rokk, popp…) tónlist. Fór á þetta námskeið sjálfur fyrir nokkrum árum og borgaði rúmar 100 þúsund þar ef ég man rétt. Það er mjög áberandi að því meira sem þú veist þegar þú ferð inní svona námskeið því meira kemuru með útúr því. Maður þarf svolítið að leita eftir þekkingunni því hún kemur ekki bara til manns.. allavega ekki í verklegu tímunum. Ég hugsa að Skóli Þorvaldar Bjarna sé meira eins og að blanda saman námskeiðunum frá Stafræna Íslenka hljóðupptökufélaginu og svo Sýrlandi. Vona að þetta hjálpi.