Mpeg stendur fyrir Moving Picture Expert Group. Mpeg formatið skilar af sér betri myndgæðum í flestum tilfellum heldur en flest önnur. þetta er þó alls ekki algild regla. Þetta format er hægt að decoda með ýmsum hugbúnaði og reyndar líka með þar til gerðum tölvuíhlutum (hardware).
Mpeg nær háu þjöppunarferli með því geyma einungis upplýsingar frá einum ramma til annars í stað þess að geyma allan rammann fyrir sig.
Upplýsingarnar er því næst kóðaðar með tækni sem kallast DCT (Discrete Cosine Transform).
Mpeg notar lossy þjöppun, þar sem að hluti af upplýsingunum er fjarlægður.
Þessar uplýsingar úr fælnum eru hins vegar í oftast ósýnilegar augum og eyrum mannfólksins.
Mp3 dregur nafn sitt af audio layer 3. Layer 3 er einn af þremur coding skemum (layer 1, layer 2 og layer 3) fyrir þjöppun á hljóðmerkjum.
Layer 3 notar perceptual audio kóðun og psychoacoustic þjöppun til þess að fjarlægja allar upplýsingar af yfirborðinu (Þá hluta sem að eru ekki í samhengi eða óþarfir til þess að vera nákvæmari. Allt hlutir sem að hið mannlega eyra nemur ekki hvort sem er.) Layer 3 bætir einnig við MDCT (Modified Discrete Cosine Transform) sem að setur inn filter banka og eykur þannig upplausn tíðninnar 18x hærra miðað við layer 2.
Afleiðingin er sú að layer 3 minnkar upprunalegu hljóðupplýsingarnar frá geisladiski (með bitrate upp á 1411.2 kb/sek af stereo tónlist) um ca. 12 (allt niður í 112-128 kb/sek) án þess að fórna hljómgæðum.
Svo að ég svari hinni spurningu þinni þá er til ókeypis forrit á netinu sem að heitir Audacity sem að ætti að gera þér auðveldlega kleift að klippa til hljóðfæla. Audacity er hægt að nálgast
hérna.
Hver segir svo að hljóðvinnsla og hljóðfræði við Københavns Tekniske Skole borgi sig ekki ;)
Kv.
NightCrow
ps. bið ykkur að afsaka þó að ég hafi notast við ensku þarna inn á milli. Ef þið vitið um íslenskar þýðingar þá endilega komið með þær.