Ég þoli ekki Mbox, í öll skipti sem ég hef unnið með það hefur það verið alger verkur í rassgatið.
Eins frábært eins og það er að vinna í Pro Tools þá held ég að það sé ekki þess virði að fá sér Mbox bara til að geta nota Pro Tools, sú afsökun er lögnu úrelt. Ef fólk vill nota Pro Tools þá er hægt að fá sér M-audio kort sem virka mun betur og eru mun ódýrari og þægilegri.
Annars nota ég bara PreSonus og M-audio hljóðkort (nema þegar maður kemst í Digi græjur frá Digidesign). Kann samt best á Cubase og nota því oftast PreSonus Firebox (stundum Firepod) og Cubase SE.
Og já ég hef notað Pro Tools og Mbox alveg nægilega mikið til að geta myndað mér skoðun á þessu og ég hef notað bæði gamla og nýja og hef alltaf lent í sama veseni með þau.
Ég væri endilega til í að það myndi koma svipuð græja og Mbox á markaðinn sem væri aðeins ódýrari, byði uppá fleiri möguleika og þægilegra viðmót.