Phantom Power er einfaldlega rafmagn sem er leitt með hljóðnemasnúrum(XLR) og gefur míkrófón sem þarf aukarafmagn það rafmagn. Dæmi um hljóðnema sem þurfa phantom eru overhead micar, stórir stúdíómicar og sumar gerðir sviðssöngmíkrófóna. Þessir micar eru kallaðir condenser micar. Dynamic micar þurfa ekki Phantom power og geta því keyrt aðeins á formagnara. Það gerir hins vegar ekkert til þó að þeir fái phantom power í sig. Flestir venjulegir söngmicar eru dynamic og eru trommumicar í flestöllum tilfellum dínamískir. svo er til þriðja tegund hljóðnema, svokallaðir ribbon micar en eru sjaldséðir í venjulegum aðstæðum. Þeir mega alls ekki fá í sig Phantom power.
PS: Phantom power er bara hægt að leiða með XLR-XLR snúrum, ekki XLR- Jack snúrum.
takk fyrir þetta, nú skil ég af hverju það er phantom on of á mixerum og þess háttar, og er ekki á öllum rásum líka svona sér takki fyrir phantom eður ei?
hmm….á flestum þeim mixerum sem ég hef unnið á þá er sér phantom power takki á hverri rás ekki einn fyrir allan mixerinn, en ég hef aðalega verið að vinna á 24-32 rása mixera. Á þeim minni sem ég hef séð þá er þetta misjafnt
það er nú ekki allveg rétt að ribbon micar megi alls ekki fá phantom power í sig, flestir nútíma ribbon micar þola það allveg. Afturámóti þá gat þetta rústað þeim sem voru notaðir í gamladaga. Reyndar voru fyrstu ribbon micarnir svo viðkvæmir að snögg loftþrýstingbreyting (svosem að fara með hann út í kuldann og aftur inn) gat gert útaf við þá.
Bætt við 2. nóvember 2006 - 14:33 en já, auðvitað er best að láta það vera að dæla rafmagni inn á þá hvort sem þeir þola það eða ekki
Oftast er Phantom Power 48V og Ribbon Micar eru oft tengdir með Jack - XLR snúru þannig að þá skiptir ekki máli hvort þú ert með phantom power í gangi eða ekki. :)
Einnig eru samt til fleiri gerðir af micum en condenser og dynamic eru lang algengastir.
Bætt við 2. nóvember 2006 - 08:00 Og ef þú vilt fræðast örlítið meira um hverja og eina gerð af micum þá mæli ég með:
Kunningi minn sem hefur tekið slatta upp og hljóðmannast helling sagði að ef að maður væri með t.d. SM57 og setti á hann phantom power myndi hann sánda hörmulega(þá á mjög háan standard) miðað við annars..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..