Í dag fór ég og keypti mér eitt stykki: LEM hurricane active “H200A” monitor og Shure SM58 mic.

Einn starfsmaðurinn í ákveðinni búð sagði mér að ég gæti tengt micinm við monitorinn og sungið beint í gegn án þess að nota mixer eða eitthvað annað.

Síðan kom ég heim og prufaði “skrímslið” en allt kom fyrir ekki og lítið sem ekkert heyrðist í monitornum.

Það er XLR tengi á bæði micnum og monitornum, svo að ég skil ekki hvað er að.

Er að spá hvort að einhver hefur reynslu eða þekkingu inná þessu sviði.