Ég var að spá hvernig er besta leiðin til þess að taka upp símtöl. T.d. ef maður þarf að taka upp símaviðtal við einhvern eða símahrekk. Þetta er eitt af því fáa sem ég hef bara alldrei þurft að vera að vinna með en núna er ég að sjá fram á það að það væri gott að hafa þetta klárt hvernig maður gerir þetta. Þá er ég helst að tala um að maður gæti verið í einhverju studioi og heyrt í viðkomandi úr headfone og talað við hann með studiohljóðnemanum. Er einhver þannig ágætis lausn til. Svo þarf að vera hægt að taka þetta upp. Ég er með allt sem þarf held ég: tölvu, mixer, mbox, hljóðnema, heyrnatól og svo get ég auðveldlega tengt síma inní stúdíóið. En hvað þarf ég meira, hvernig tengir maður svona lagað?
Cinemeccanica