Ok ég ætla að biðjast afsökunar á svari mínu áðan, ég var að flýta mér í tíma og las þetta svo yfir núna og hugsaði “hvað var ég að hugsa!?!”
Allavega
Til að byrja með þarftu tölvu, góð tölva með minnst 512mb vinnsluminni(alveg lágmark) og með USB 2.0
Mjög góður byrjendakostur er eins og ég sagði Mbox 2. Það er 2ja rása interface tengt með USB 2.0 og virkar bæði með ferðatölvu og borðtölvu, PC eða mac. Pro Tools LE 7 forritið fylgir með sem ég tel með þeim betri forritum á markaðnum í dag. Mbox 2 kostar 43.500(í kringum það) í Hljóðfærahúsinu.
Til að taka upp góðar trommur með Mboxi þarftu mixer. Fínn og ódýr mixer er einhver af Eurorack mixerunum frá Behringer. það er hægt að kaupa held ég Eurorack FX1622 pro á góðu verði, en það er mixer 12 rása með 4 XLR plug og phantom power á þeim rásum, og svo rásir 5/6, 7/8, 9/10 og 11/12 með line plug. 4 band Equalizer er á mixernum og fleiri fídusar.
Míkrófónar eru smekksatriði. ef þið ætlið að taka upp góðar trommur er gott að kaupa míkrófóna sett, sem inniheldur yfirleitt bassatrommumic, sneril, 3x tom mic og 2 overheada. Í Tónastöðinni er hægt að kaupa Samson Q kit sem inniheldur svona setup. Þá getiði látið t.d. bassatrommu, sneril og overhead micana í rásir 1, 2,3,4 á mixernum og láta phantom power á(overhead micarnir þurfa phantom power). Ef þið hafið ekki alveg efni á trommumicum á allt settið mæli ég að þið kaupið einn overhead, bassatrommu og snerilmic.
Varðandi bassann og hljómborðið getiði tengt það beint in Mboxið með Jack snúru. möguleikarnir á Mbox eru Mic in, Line in og Instrument in(allt mismunandi Signal á möguleikunum)
Gítar getiði tekið upp úr magnara og látið þið þá bara dínamískan instrument mic við keiluna. ef þið tímið peningnum er Shure SM57 virkilega góður. Annars getiði keypt Shure PG57 sem er ábyggilega ágætur í demótökur. Aðrir möguleikar eru að þið tengið gítarinn bara beint í mboxið og notið forrit sem fylgir með pro tools og heitir Amplitube og það er magnarahermir.
Söngurinn er aðalmálið, og fer einnig eftir því hverju þið tímið. Þið getið auðvitað keypt Dýnamískan söngmic í Tónabúðinni(Shure PG58, SM58 eða álíka) en einnig keypt stórann stúdíósöngmic, þú getur fengið ágætan þannig á í kringum 15þ þá í Hljóðfærahúsinu. Sönginn getið þið tengt einnig í Mboxið og er Phantom Power á Mboxinu einnig ef þið þurfið(Condenser micar og Stórir stúdíómicar þurfa phantom, Dínamískir micar(dynamic) þurfa það ekki en mega fá það í sig en Ribbon Micar mega alls ekki fá það í sig).
Er eitthvað óskýrt í þessum efnum?