Hljómborð er í raun “píanó” sem er með innbygðum hljóðum eins og Píanó, Orgel, óbó og þessháttar. Synthesizer er í raun það sama og hljómborð nema ekki með innbygðum “sömplum” heldur býr hann til hljóðiði með hlutum eins og tóngjafa/gjöfum og getur þannig búið til “óraunverulegri” hljóð og stjórnað hverju skrefi af hlóðinu. Þú getur möndlað synth til að hljóma eins og t.d orgel eða strengi en líka til að fá crazy Drum&bass bassa. Munurinn á synthesizerum er oft ekki meiri en það að einn er með fleiri occilatorum og möguleika á chorus eða legato.. eða álíka :=P
MIDI stendur fyrir Musical Instrument Digital Interface… Midi eru skilaboð sem bæði hljómborð og synthesizerar geta sent (ef hafa MIDI tengi) og reyndar harmonikkur, gítarar og hvaða hljóðfæri sem styður MIDI. MIDI er stafræn stýring fyrir tölvur, “tölvu syntha” eða sömpl. MIDI sendir ekki hljóð heldur stafrænar upplýsingar um hvaða nóta er slegin (á midi stýingunni: Hljómborði t.d), hversu fast og hversu lengi. MIDI er líka notað til að stýra forritum. Það er t.d til MIDI stýringar með sleðum og tökkum sem hægt er að nota til að stjórna allskonar “vitual” sleðum og tökkum í tónlistarforritum og pluginum. Þá velur þú faktíst takka á MIDI “stýringunni” eða hljómborðinu og ákveður svo hvað sá takki eða sleði á að stjórna í forritinu.
Ég á það til að verða óþarflega tæknilegur í svona umræðu og babbla svolítið.. meikar þetta eithvað frekar sense núna?