Sælt veri fólkið.
Ég og félagarnir erum að mixa studío og það kemur alltaf vandamál upp með protools. Við erum með Protools LE 7 og erum einnig með Mbox2.
Þegar við reynum að spila importaða audio file-inn og líka þegar að við reynum að recorda í leiðinni þá kemur alltaf upp þetta error:
—
Note
The operating system held off interrupts for too long. If this occurs often, try increasing the “H/W Buffer Size” in the Playback Engine Dialog.
(-9093)
—
Þegar að maður er búinn að hækka þarna “H/W Buffer Size” þá er manni sagt að reduca það.
Sjálfur er ég nýr þegar kemur að Protools en það er annar þarna sem er mikið í protools sem að botnar þetta ekki heldur.
Þannig að ég vona að einhver hérna viti eitthvað hvað er í gangi því við þurfum virkilega að koma þessu studíoi í gang.
Fyrirfram þakkir, H.P.