ProjectMix I/O er mjög vönduð græja í anda Digi 002, og það sem þú ert að fá eru 8 mic preampar í stað 4 preampar og 4 line in í Digi 002 og interfacið er ekki háð neinu forriti, annað ein Digi 002. Hinsvegar eru aðeins 4 line output í stað 8 hjá Digi 002 og engin Monitor Out. Græjan kostar 139.900 í Tónabúðinni og þá á eftir að kaupa forritið sem gæti kostað sitt, sérstaklega ef þú kaupir Pro Tools M-Powered sem ég mæli með. Fyrir sama pening og ProjectMix I/O kostar getur þú fengið Digi 002 Rack Factory(factory stendur fyrir Factory Plug-ins, hellingur af pluginum sem koma að góðum notum), Pro Tools LE forritið en þá er ekki Control Surface. Ef þú vilt ekki Factory plugin geturu fengið Digi 002 Rack á 109.900. Það er 30.000 kall sem þú getur notað í mica, monitora eða eitthvað sætt.
Ef þú hefur engan áhuga á Digi 002 þá mæli ég með ProjectMix því þar sem ég kemst næst er þetta besta og ódýrasta 8 rása interface á markaðnum. Mæli sterklega með þessu með Pro Tools M-Powered.
Kv.Zoomix