ég mundi ekki koma nálægt þessu með neitt annað en bara gítar, ef þú vilt taka upp hljómsveit mundi ég fara aðrar leiðir.
Tékkaðu t.d. á M-audio græjunum, þær eru kanski ekki þær bestu á markaðnum en þær eru ódýrar og virka ágætlega. Gætir t.d. skoðað þessa:
http://www.m-audio.com/products/en_us/FastTrackPro-main.htmlog ef þú ert með firewire tengi eru ennþá meiri möguleikar (almennt vill fólk frekar fá interfacein sín með firewire ef það er hægt en usb).
Ég skora á þig að tékka a.m.k. á þessu niðri í tónabúð, þetta gæti verið svolítið dýrara en toneport, en treystu mér, þú munnt fá miklu miklu betra sound.
Bætt við 12. október 2006 - 19:00 ég verð eiginlega að viðurkenna að ég ruglaðist smá með þessu svari mínu. Mér fannst þú vera að tala um gítarport :P og hver heilvita maður veit að það væri ekki gott til að taka upp band. En eftir að hafa tékkað aðeins betur á þessu þá er þetta greinilega alls ekki svo slæmur kostur, ég mundi sammt í þínum sporum, þar sem þú stefnir að að taka upp mörg hljóðfæri, fá mér þennan sem er stærri “UX2” þar sem hann er með 2 XLR inputum og þú villt væntanlega geta haft stereo á upptökunum þínum.