Shure Beta SM58 er nýrri útgáfa af SM58, flestum finnst hann betri. En báðir þessir eru dýnamískir og ef þú ert að taka upp bara söng í einu, engin hljóðfæri eða annað í bakgrunn sem gæti truflað, þá villtu condenser mic. Þeir eru ekki jafn stefnuvirkir en þeir eru mun næmari og betri í söng og mörg órafmögnuð hljóðfæri. Condeser micar eru afturámóti mun dýrari en dýnamískir og þarftu líklega að eyða um 25-30 þús bara til að fá sæmilegann, svo er það náttúrelga Neumann U47 sem er einn frægasti mic í heimi, þarft að punga út nokkrum millum fyrir þannig kvikindi, svo ekki sé talað um að hann er löngu hættur í framleiðslu. Ég keypti mér sjálfur Behringer B2 Pro, hann er mjög góður miðað við verð og hefur fengið mjög góða dóma í blindhlustun með öðrum micum sem kostuðu margfallt verðið á honum. Hann fæst í tónabúðinni á eitthvað um 30 þús minnir mig.
Bætt við 9. október 2006 - 18:49
já Beta 58A átti það víst að vera hjá mér líka. Venjulega betann, sem heytir ekki 58A er með einhvern rafmagnsgalla og endist ekki jafn lengi og beta 58A