Compressor og virkni hans. Compressor og virkni hans.

Þar sem ég of mikinn frítíma ákvað ég að skella í eina grein, fyrir valinu varð compressor sem er með þeim mest notuðu plug-in’um bæði live og í upptöku. Ég mun nota ensku orðinn en neðst eru þýðingar og skýringar (þetta rímar) fyrir ykkur sem ekki þekkja þessi orð. (persónulega finnst mér íslensku orðinn mjög skrítin)

Compressor lítur í fyrstu fyrir að vera flókið tæki, en ef maður veit hvað flest gerir þá er hann það alls ekki. Meigin virkni compressor’s er að draga úr dynamic range eða gera hljóðið jafnara þannig það komi ekki einhverjir of háværir punktar og halda hljóðinu stöðugu þannig það þurfi ekki alltaf að vera hækka eða lækka. Einnig ef hljóð er of veikt er hægt að hækka í Gain’inu og þá ertu með sterkara signal og jafnt sem er það sem maður vill. Einnig er hægt að nota compressor sem limiter en limter er tæki sem lækkar allt hljóð sem fyrir yfir ákveðið viðmið eða threshold, það er einfaldlega gert með því að setja ratio’ið á ∞:1 þá hækkar hljóðið ekki neitt einning þyrfti maður að setja attack/realease á 0mS svo það fari ekkert yfir.


Threshold, Ratio, Attack, Release, Gain.

Þetta eru helstu atriðin við stillingu á tækinu, stillingar eru mjög mismunandi eftir aðstæðum og hvaða hljóðfæri notast er við, einnig er smekkur manna mismunandi. Þetta er bara spurning um það að fikta nógu mikið með mismunandi hljóð og finna sinn smekk.

Threshold: er staðurinn þar sem compressorinn byrjar að virka, það er allt hljóð sem er fyrir neðann hann er ekki compressað en þegar hljóð fer yfir hann compressast það.
Ratio: hlutfallið sem compressorinn notast við í hverju dæmi, segjum að ratio sé 4:1 þá fer 1 dB út fyrir hver 4 dB sem koma inn, hægt er að stilla þetta frá 1:1 í þá gerist í rauninni ekkert svo er líka ∞:1 sem þýðir að allt sem að threshold’inum fer ekkert hærra en hann.
Attack: er tíminn frá því að hljóðið fer yfir threshold þanngað til að compressorinn hefur náð fullri virkni. Þetta er í mS sem er tími
Release: er tíminn frá því að inputhljóðið fer niður fyrir threshold’inn og er orðið eðlilegt, þ.e. hætt að compressa
Gain: ef þér fynnst lægsta hljóðið vera of lágt geturu hækkað í öllu saman.
Auto attack/release

Ef þetta er virkt styllir tækið einfaldlega attack og release sjálft, mjög þæginlegt þegar hljóð styrkurinn breytist svo sem á kassagítar.
Skýrimynd á Attack/Release og tíma
Dæmi um mismunandi Ratio
Dæmi um Limiter

Hard/Soft knee

Munur á Hard/Soft knee
Sumi tæki leyfa manni að velja á milli hard&soft knees. Mjúku hljóma oftast betur en þeir hörðu bíða allveg eftir því að hljóðið nær viðmiðinu og tekur þá inn í.

Hard knee: compressor’inn byrjar ekki að virka fyrr en hlóðið er komið upp að threshold’inu.
Soft knee: er mun mýkri, hann byrjar að compress’a áður en hljóðið áður en það nær að threshold’inum, eða um svona 10dB áður, en hann byrjar ekki að fullum krafti að compress’a heldur byrjar hann á litlu og því nær sem hljóðið kemst threshold’inum því meiri verður compress’uninn, en aldrei meiri heldur en þú stylltir ratio’ið á.


Stereo link

Ef tækið býður upp á þetta er það mjög þæginlegt þegar er verið að mixa stereo hljóð, hvort það sé á sviðið, útvarpi eða upptöku. En í stuttu máli er þetta svona, alltaf sama level frá báðum rásum þ.e. hægra og vinstra. Segjum að allt í einu kemur sterkt merki inn í vinstri rásina þá gerir compressorinn það sem hann gerir, lækkar hljóðið en á þeim tímapunkti er hægri rásin enn sú sama þannig þú heyrir meira í hægri rásinni, þetta hefur slæm áhrif á stereo myndina.
Þannig þegar þetta er virkt kemur alltaf sami styrkur út úr tækinu.


Side chaining

Þetta er mjög mikið notað í útvarpi, en þá er hljóðneminn frá DJ tengdur í Side chaining inputið og þegar hann talar og hljóð kemur inn um venjulega inputið á compressornum hefur þetta þau áhrif að lagið lækkar og meira heyrist í manneskjunni kallað “ducking”.


Peak/RMS

Ef tækið er stillt á peak virkar tækið að fullu strax og merki fer yfir thresholdinn og oft kemur smá eða mikið distortion, þetta er í raun líkt limiter. Hljóðið mun heldur ekki peak’a
Ef tækið er stilllt á RMS er hljóðið mun eðlilegra og hreinna þótt þú hafir mikið attack en hljóðið gæti peak’að


Þýðingar og skýringar

Compressor = (ætla mér ekki að gefa tækinu íslenskt nafn) tæki sem er notað til þers að þjappa saman hljóði eða pressa það saman
Limiter = Stoppari eða tæki sem stoppar allt hljóð sem fer yfir ákveðið viðmið.
Threshold = Þröskuldur, sjá nánar ofar.
Ratio = Hlutfall, sjá nánar ofar.
Attack = árás (bein þýðing) en þetta er frá því að hljóðið fer yfir threshold’inn og tækið tekur inn. Mælt í mS
Release = Sleppa (bein þýðing) en þetta er frá því að hljóðið fer niður fyrir threshold’inn og tækið sleppir. Mælt í mS
Gain = Styrkur, hljóðstyrkur. Mælt í dB.
Hard knee = Hart hné. Ef horft er á línurit með virkni compres’ors sést hart hné eða beygjan.
Soft knee = Mjúkt hné. Ef horft er á línurit með virkni compres’ors sést mjúkt hné eða beyjan.
Peak = allt hljóð sem fer yfir 0dB best er að hafa hljóð sem næst 0dB.


P.S. Ef það er einhvað sem þið túlkið öðru vísi, endilega setjið það hérna því það er mismunandi hvernig fólk túlkar þetta, einnig ef þið spottið einhvað sem þið teljið vitlaust.
For sale: Acoustic guitar, recently tuned.