Ákvað að senda inn grein hérna til að vara fólk við því að versla míkrafóna á netinu þá sérstaklega af netsíðum eins og ebay. Það er því miður ótrúlega mikið af eftirlíkingum í umferð sérstaklega af vinsælum míkrafónum eins og td. shure sm57 og sm58.
Sjálfur keypti ég þennan mæk ekki af netinu heldur af notenda hérna á huga. Ég gleymdi þó að spurja um uppruna míkrafónsins en hann hafði einmitt komið úr netkaupum. Ég sé enga ástæðu fyrir að nefna þann notenda sem seldi mér mækinn. Hann hafði ekki hugmynd um að míkrafónninn væri eftirlíking og þegar það kom í ljós fékk ég að skila mæknum og fékk endurgreitt.
Mækinn sem ég keypti var Shure SM57 og ég ætla að nefna nokkur atriðið hvernig þig getið athugað hvort ykkar sé alvöru Shure.

1.
Mynd 1 Mynd 2
Kassinn sjálfur var hvítur og eðlilegur í útliti. Falsaðir SM57 hafa oft komið í kremalituðum kassa en þessi leit út fyrir að vera alvöru. Það fyrsta sem ég tók eftir var þó að seríal númmerið vanntaði en það á að vera á sér miða á hliðinni, hjá nafninu (sjá mynd 2)

2.
Mynd 3
Þetta blað fannst mér hálf skrítið. Borderinn er ekki sá sem að Shure nota, það vanntar Shure merkið og neðst í horninu er blaðið merkt „2005“ en kassinn er merktur 2002.
Mynd 4
Annað skrítið blað. „Printed in U.S.A“ en allt skrifað á kínversku. Enn annað ára rugl hér líka því á þessu blaði stendur 2007.

3.
Mynd 5
Taskan jók grunsemdir mínar. Hún er ekki úr alvöru leðri og inní henni stóð „Made in China“ eitthvað sem ég hef ekki séð á Shure vöru áður.

4.
Mynd 6
Míkrafónninn virkaði í fyrstu legit. Hann er nokkuð þungur og virkar mjög vel smíðaður. Við nánari athugun kom þó annað í ljós.
Mynd 7
Nafnið er límmiði en ekki prenntað í málminn eins og vanalega. Letrið er minna en á alvöru SM57.
Mynd 8
Hot glue? Really? Það sést ekki nógu vel á þessari mynd en lím djobbið er einnig mjög illa gert. Það fellur ofan í mækinn sem gefur til kynna að það sé tómarúm þarna á bakvið. Það kæmi mér ekki á óvart ef snúrurnar færu beint í XLR tengið fyrir neðan.

5.
Mynd 9
Í framhaldi af því sem ég var búinn að sjá ákvað ég að vikta mækinn. Hann var, eins og sést á myndinni, um 240 grömm. Alvöru Shure sm57 er hinsvegar 284 grömm.

6.
Mynd 10
Seinasta skrefið var að mæla viðnámið. Það er gert með multimeter. Ég get því miður ekki sýnt myndir af því þar sem ég á ekki multimeter sjálfur. Ég brunaði einfaldlega með minn mæk upp á næsta tölvuverkstæði og fékk lánaðann mæli og mældi á staðnum. Viðnámið er mælt milli pinna 2 og 3 og það mældist 600 Ohm á mínum mæk. Alvöru Shure SM57 mun hinsvegar aldrei mælast hærra en 400 Ohm. Sá dæmi á netinu frá öðru fólki þar sem eftirlíkingar voru sumar að mælast um 550 Ohm.

Ég hafði mér þetta myndband til hliðsjónar þegar ég var að leita mér upplýsinga á netinu;
http://www.youtube.com/watch?v=fRO7V2MidX8
Minn mæk er þó nýrri og að mínu mati ennþá fullkomnari eftirlíking en þessi. Þeir sem vita lítið um míkrafóna og eru kannski að versla sinn fyrsta SM57 (sem er sennilega vinsælasti byrjenda mækinn) mundu aldrei nokkurn tíman sjá mun.
Ég var þó mjög heppinn og fékk minn pening til baka en fannst rétt að vara við þessu.
Ekki versla míkrafóna gegnum netið nema í gegnum 100% trausta aðila. Síður eins og Ebay eru aldrei 100% sama hversu gott feedback seljandinn er með.

Vona að þetta gagnist einhverjum
-Marteinn