Loksins á Akureyri!
Alvöru hljóðupptöku og útsetningarnámskeið.
Ítarlegt námskeið í hljóðupptökum og útsetningum
verður haldið í Tónræktinni,
Amarohúsinu á Akureyri í nóvember og desember.
Farið verður nákvæmlega í gegnum nútímaupptökuferlið
frá A-Ö
Kennt verður á Pro Tools upptökuforritið.
Markmið námskeiðisins er að gera nemendur hæfa til að byggja upp vel heppnaða útsetningu á Popp eða Rokk lagi og taka það upp,
með því að gefa þeim innsýn í vinnubrögð reynds fagmanns og hvetja þá til skapandi notkunar á þeim búnaði sem þeir hafa við höndina.
Kennari á námskeiðinu verður Akureyringurinn
Axel “Flex” Árnason sem hefur getið sér gott orð í tónlistarbransanum fyrir vinnu sína með hljómsveitum á borð við, Quarashi, Sálina,
Jet Black Joe, 200.000 Naglbíta, Brain Police og ótal fleirum.
Axel hefur stjórnað upptökum á fjölda hljómplatna og hljóðblandað og tónjafnað tugi þeirra.
Notast verður m.a. við fullkomið Pro Tools HD kefi við kennsluna en einnig er hentugt að nemendur hafi aðgang að minna kerfi heima fyrir.
Boðið verður upp á afsláttarkjör á Pro Tools búnaði í tengslum við námskeiðið.
Námskeiðið verður 80 tímar og kostar 149.900.-kr.
Ýmsir greiðslumöguleikar í boði.
Skráning er hafin í síma 6613254 og í netfanginu
flex@sickbirds.net. TAKMARKAÐUR NEMANDAFJÖLDI.