
Með Box PRO er auðvitað hægt að nota mixer og direct out's á honum til að senda inn í aux og ná þannig fjórum preamp.
Það sem til þarf:
Mixer með tveimur preamp.
Ef þetta er lítill mixer er hægt að nota main outs og pana hvora rásina um sig left/right. Á stærri mixerum með fleiri möguleikum er hægt að nota direct outs, insert, groups, aux eða önnur sniðugt output. Held að margir Mbox2 eigendur eigi einmitt mixer.
Analog - S/Pdif breytir, í mínu tilviki TC M350 multieffect. 26.900 kr hjá Exton. Hægt að fá ódýrari græjur í þetta, en auðvitað eru mismunandi gæði í þeim.
Það sem ég geri einfaldlega er að tengja hljóðnemana við mixerinn, mixerinn við effectinn, sem getur virkað sem tveggja rása S/Pdif breytir, og S/Pdif out á honum við S/Pdif inn á Mboxinu. Þá er ég kominn með fjórar rásir. Þetta hefur reynst mér mjög vel.
Vona að þetta nýtist ykkur eins vel.