Sælir hljóðvinnsluáhugamenn.
Við Strákarnir í Própanól vorum að taka upp lag, og ég var að spá í að segja aðeins frá því hvernig það gekk fyrir sig.
Þess má geta að við æfum og tökum upp í litlu herbergi sem er tappalagt á alla kanta, veggir og gólf.
Við fórum svolitlar krókaleiðir, því að hinn gítarleikarinn í bandinu á Audiophile USB hljóðkort sem er með tveim inngöngum, og svo vorum við að bíða eftir PreSonus Firestudio hljóðkorti sem trompeleikarinn var að versla sér frá bandaríkjunum.
Við byrjuðum á því að taka lead gítarinn upp, og þegar hann tók upp var hann bara með clicktrack í eyrunum. Hann notaði effektana ProCo You Dirty Rat, og sumsstaðar Boss Super Chorus. Hann tók upp í gegnum magnarann minn sem er Orange Rocker 30 tengdur í 1965A Marshall box sem er með G10L-35 keilum og er 140W. Hann var svo micaður up með Samson Q Tom mic uppvið boxið og Samson Co-2 Condenser pencil mic í um 3ja metra fjarlægð. Við hefðum tekið upp með fleiri mækum, allavega að prófa, ef við hefðum haft fleiri rásir.
Því næst var bassinn tekinn upp. Þar voru miklar tilraunastarfsemir í gangi. Fyrst ákváðum við að prófa að tengja bassamagnarann, sem er Fender Rumble 60, með headphonetenginu í Marshall boxið mitt. Það sándaði helvíti töff, en hann náði ekkert að keyra boxið, svo það náðist ekki nógu gott merki. Því næst prófuðum við að tengja gamlann einnar rásar hljóðkerfismagnara í line out tengið á magnaranum og hann svo í annann botninn af kerfinu sem við erum með, en hann er 600W JBL. Við hækkuðum treble-ið og lækkuðum bassann á magnaranum sjálfum, og höfðum mikinn bassa í hljóðkerfisbotninum. Hann mækuðum við upp með Samson Q Kick, en magnarann sjálfann með Samson Q Tom. Einnig prófuðum við í þeim kafla í laginu sem hann notar Usa Big Muff að tengja hann á milli line tengisins og PA- magnarans, en okkur fannst það ekki koma nógu vel út, svo við tengdum hann bara venjulega, þannig að sándið úr honum kom á báða staði.
Þá var komið að því að taka mig upp, en þá vandast málið. Magnarinn minn, sem ég hafði keypt rúmri viku áður var bilaður. Að vísu var hann bilaður líka þegar við tókum hinn gítarinn upp, en náðum að halda honum í lagi nógu lengi til að klára hann.
Bilunin lýsti sér þannig að endrum og sinnum kom mikið surg í magnarann. Einnig flakaði hann á milli þess að vera með dimmt og lokað sánd, og þá heyrðist lítið í honum, og svo allt í einu var komið bjart og hátt sánd í hann, eins og ég vill hafa. Þetta var hægt að laga með því að taka inputið úr honum og setja það hratt aftur inn, sem mér finnst persónulega mjög skrítið. Það varð úr að við ákváðum að láta mig bíða og fór ég með magnarann uppí Tónstöð, og ætluðu þeir að senda hann til Flemming, sem sér um viðgerðir á mögnurum fyrir þá.
Þegar hér var komið var trompetleikarinn að fá kortið sitt, svo við gátum farið að taka upp trommur. Uppstillingin á settinu hjá trommaranum er þannig að hann er með eina bassatrommu, einn tom tom, einn floor tom og sneril. Svo er hann með Hi-Hat, einn crash, og tvo ride-a. Við settum Samson Q Tom á Tom tom og floor tom, Samson Q Kick í bassatrommuna, Samson Q Snare undir snerilinn, MXL 603s ofan á snerilinn, einn Samson CO-2 Pencil condenser overhead, og svo MXL 2003 Sem overhead líka.
Við trompetleikarinn hittumst svo tveir soldlu áður en upptökur áttu að hefjast og stilltum upp öllum micum.(Þið vitið hvernig þessir trommarar eru.) Svo tókum við hverja trommu fyrir sig og prófuðum hvernig við fengum flottasta sándið úr hverri trommu, þ.e.a.s. hvort micinn átti að vera nálægt skinninu eða langt frá því, hvort hann átti að beina beint niður á kantinn á trommunni eða inna að miðju, o.s.frv. Á tom tom var mikinn nánast alveg við skinnið og beindi inn að miðju, Floor tom var hann langt frá og beindi inn að miðju, á snerlinum voru bæði efri og neðri micinn nálægt og inn að miðju, og svo í bassatrommunni prófuðum við að hafa micinn yst í trommunni, í miðjunni eða upp við skinnið sem slegið er á, og kom í ljós að okkur fannst það flottast í miðri trommunni.
Þegar við vorum búnir að þessu, og að stilla gainið og svona á hverjum mic fyrir sig var prófað að taka upp, bara eitthvað bull, til að heyra hvernig þetta sándaði. Ég lék mér aðeins í EQ-inu á bassatrommunni, og þá fannst okkur þetta nokkuð gott til að byrja með. Þá passaði það að trommarinn og hinn gítarleikarinn komu til að taka upp.
Það að taka upp trommur hefur aldrei gengið eins vel og núna hjá okkur. Við tókum þetta upp í 2-3 tökum, og klipptum aðeins saman. Svo var eitthvað EQ-að, compressorað og svona dundað sér í þessu eftirá.
Þá var komið að því að ég fór að heyra í Flemming, sem var að gera við magnarann minn. Hann hringdi í mig og vildi vita hvort ég notaði drive rásina mikið, og sagði ég honum það að ég notaði hana nánast ekki neitt. Svo muldraði hann eitthvað á Dansk/Íslensku sem ég skildi ekki vel, en heyrðist á honum að hann vissi hvað væri að, og ef ég hef skilið þetta rétt, þá var einver díóða eða eitthvað á milli drive og clean rásarinnar farin. Hann sagðist halda að hann ætti varahluti í þetta, og að eg fengi hann nokkrum dögum eftir. Svo þegar ég loksins fékk hann, þá virkaði hann helvíti fínt.
Þá var loksins allt tilbúið að fara að taka upp gítar aftur. Þegar þetta var, var gítarleikarinn kominn á þá skoðun að hann vildi taka allt sitt upp aftur, eða allavega meirihlutann af því, og einnig bassalekarinn, og hvað verður maður ekki að láta eftir vinum sínum og hljómsveitarmeðimum??
Ég, hinn gítarleikarinn og trompetleikarinn fórum þá uppí æfingarhúsnæði og byrjuðum að stilla micum upp. Við notuðum MXL 2003 á vinstri efri keiluna, Samson Q Tom á hægri efri, MXL 603s pencil condenser vorum við með svona metra undir neðri keilunum(magnarinn er uppá hljóðkerfisbotni) og beindi nokkurnveginn á neðri keilurnar. Svo var einn Samson CO2 Pencil condenser svona 4 metra frá.
Tókum við mig upp í nokkrum tökum og klipptum smá saman, og svo tók ég upp fill gítar líka. Þetta sándaði ágætlega.
Svona tókum við líka hinn gítarleikarann upp.
Svo þegar vioð tókum upp bassann aftur notuðum við abra Q Kick á magnarann, en ekekrt svona vesen eins og í fyrri upptökunni.
Svo þegar þetta allt var búið og átti að fara að klára upptökuna hætti hinn gítarleikarinn, svo þessar upptökur fá aldrei að líta dagsins ljós. Við ætlum samt líklega að nota algið, bara breyta því aðeins og taka það allt upp aftur.
Ég vona að þetta hafi verið skemmtilegur lestur og vona að það komi fleiri svona greinar inn, því mér finnst alltaf gaman að lesa og heyra um upptökur hjá öðrum.
Þakka ykkur fyrir: Anton Örn