Þá er komið að því. Hér eru úrslit Hljóðvinnlsutrivia númer 2 og rétt svör. Að þessu sinni var það hann PalliMoon sem bar sigur úr bítum með heildarfjölda 15 stiga.
15 stig-PalliMoon
14 stig-thjostur
12 stig-skitpuzz
12 stig- oculus
12 stig- Galdrakall
11 stig-Abhzar
8 stig- Gislinn
6 stig-cde
6 stig-BjornTB
6 stig-Addni
5 stig-bex
4 stig-Kongull
2 stig-YAWN
2 stig-OsomiHL
Þeir notendur sem ekki fengu stig eru ekki birtir.
Það virtist vera nokkuð um svindl en það kom ekki að sök að þessu sinni. Hér eru rétt svör:
1.Hver var það sem fann upp fyrsta “spilarann” sem endurspilaði hljóðupptöku, og hvaða ár var það?
Svar Thomas Edison, árið 1877-1878. 2 stig
2.Míkrafónn þessi á rætur að rekja til Þýskalands. Hann er stór condenser hljóðnemi og var kynntur fyrir meira en hálfri öld. Hann var mikið notaður af Bítlunum og sagði pródúser bítlana að þessi hljóðnemi væri hans uppáhalds. Á árunum ‘69-’86 reyndi fyrirtækið sem framleiddi hljóðnemann að setja á markað svipaðan hljóðnema sem átti að ná sama sándi án lampa, með misjöfnum árangri. Hvaða hljóðnemi er þetta?
Svar Neumann U-47. 3 stig
3.Hvaða ár var Tónabúðin ehf. stofnuð?
Svar 1966. 1 stig
4.Hversu miklu meiri upplausn er í 24 bita upptöku miðað við 16 bita upptöku?
Svar: 256. 3 stig
Aðeins 2 með þetta rétt, PalliMoon og Gislinn að mig minnir.
5.Árið 1985 kom á markað fyrsta tölvan með innbyggðu midi interface. Hvað hér hún?
Svar: Atari 520ST. 2 stig
Enginn með þetta alveg rétt. Ég gaf eitt stig fyrir að segja Atari ST og svöruðu nokkrir því.
6.Hvað hét fyrsti midi sequencerinn sem Steinberg settu á markað árið 1984, og fyrir hvaða tölvu var það?
Svar Pro16 fyrir Commodore 64 2 stig
7.Hvaða ár kom Cubase fyrst út?
1989. 1 stig
8.Hvaða “sampling rate” er oftast notast við á hefðbundnum geisladiski?
Svar: 44,100 Hz. 2 stig
9.Hvað er átt við með 5.1 monitorakerfi?
Svar: Fremri vinstri og hægri, aftari vinstri og hægri, miðja og sub. 1 stig.
10.“sýnd mynd af míkrófón”
svar: Blue BabyBottle 1 stig
Þessi er nokkuð villandi því fyrir utan litinn þá er enginn sjáanlegur útlitsmunur á BabyBottle og Bottle frá Blue. Muhuhahaha!
11.“sýnd mynd af ”myndarlegum“ gaur” svar: Nigel Godrich 2 stig
Keppendur geta vitjað afsláttar síns í Tónabúðinni út febrúar. Takk fyrir mig.