Ég ætla að segja frá því þegar við strákarnir tókum upp okkar fyrsta lag, sem var alvöru upptaka en ekki bara eitthvað rusl, en það var gert í gamla æfingarhúsnæðinu fyrir músíktilraunir 2006.
Við vorum þá bara með M-Audio audiophile hljóðkort með 2 rásir inn, gamlan 16 rása, 8 pre-ampa Etek AD1823 mixer sem ég fékk gefins, og notum að vísu enn, og vorum nýbúnir að kaupa okkur Samson 7-kit trommumicasett.
Við gerðum það þannig, því við vorum í mikilli tímaþröng, að taka upp allir í einu. Við þurftum að nota mixerinn og svo inní hljóðkortið á 2 rásum.
Það krafðist þess að við mixuðum allt í mixernum áður en það fór inn í tölvuna, og það eina sem var gert eftir að þetta var tekið upp var að setja smá compressorun á þetta, því þá bötnuðu trommurnar til muna. Við vorum með Samson Qkick Bassatrommumic, Samson Q snare á snerilinn, og einn Samson CO2 pencil condenser sem overhead á trommurnar. Svo var ég með Spider I 50W magnara og hinn gítarleikarinn var með litla magnarann sinn þarna, því á þessum tíma var hann í tvemur hljómsveitum, en sá magnari var einhver Kustom 30Watta magnari. Bassaleikarin er með sama magnara og þá, Fender Rumble 60.
Gítarmagnararnir voru staflaðir upp, og einn Samson Qtom mic á þá saman, og stilltum bara vel balance-ið á milli þeirra. Svo var line tengi á bassann, og Samson CO2 pencil condenser fyrir trompetinn. Allt var tengt í mixerinn og fór svo ekki nema svona hálftími í að taka upp nokkrar tökur og stilla balance-ið á milli allra hljóðfæranna. Tókum við upp 3 upptökur og völdum þá “skástu”.
Þessi upptaka var bara alveg ásættanleg og alveg nóg til að setja inná Músíktilraunavefinn. Í þessari upptöku voru samt þónokkrar villur hjá okkur, t.d. missir trommarinn nánast einu sinni kjuðann en nær að bjarga sér, og kom þá smá hökt í lagið hjá okkur. Í lokin náði ég svo ekki að slökkva á wha-wha pedalnum svo að sándið varð mjög skært. Tek ég þó eftir því og slekk á honum fyrir endastefið. Einnig var það þannig að þegar við vorum að skipta um kafla eitt skiptið gleymdi trompetleikarinn því (við urðum að fyrirgefa honum það, hann er búinn að steikja á sér hausinn með jazzi hehe) en náði að redda sér úr því.
Eftir þetta hafa villurnar verið fastur liður í laginu þegar við spilum það.
Lagið er hægt að heyra hér: www.myspace.com/propanol
Nú er þessari grein minni lokið, en ég er að vinna í grein um upptökur á okkar nýjasta fullkláraða lagi, og fer ég þá miklu nánar hvaða græjur við notuðum við það.
Takk fyrir mig: Anton Örn