Jæja, ég ákvað að koma með eina grein bara til þess að lífga aðeins upp á þetta :)

Þetta er svona mín aðferð þegar ég er að taka upp band, þ.e.a.s. þetta týpíska, Trommur, Gítar, Bassi, Hljómborð, Söngur.


Best finnst mér að taka upp fyrst live öll lög sem á að taka upp almennilega. Svo nota ég það til að taka upp eftir.

Ég byrja á trommunum og læt hann spila með gömlu upptökunni tvisvar, þrisvar yfir lagið og tek það allt upp.
Þar næst tek ég bassann og læt hann spila inn á þetta tvisvar til þrisvar. Svo er það gítarinn. Ég byrja á því að láta hann spila rythma kaflana sína inn amk tvisvar og svo sólókaflana nokkrum sinnum inn á þetta eftir það. Ef að hljómborð er í lögunum, þá tek ég það síðast, en samt á sama hátt og hin hljóðfærin.

Svo finnum við út bestu upptökurnar af hverju hljóðfæri, splæsum út verri hlutunum úr einhverri upptöku af trommunum og setjum inn betri hluta úr öðrum, eða spilum inn upp á nýtt, og eins með hin hljóðfærin. Þetta geri ég við öll hljóðfærin og svo hlustum við á lagið í fullu blasti. Ef við erum ánægðir með útkomuna vindum við okkur í næsta lag, en lagið sem við vorum að klára save-a ég og tek afrit af á flakkara strax, því að maður getur aldrei verið viss um það hvað tölvur meika það lengi, eða hvað gæti farið úrskeiðis.

Þegar ég er búinn að taka öll lögin upp svona, þá fer ég í það með hljómsveitinni að pre-mastera þau og gera þau eins og góð og ég mögulega get, pop-click eliminata, hiss eliminata og fleira. Að þessu loknu eru lögin tilbúin að mestu leyti, ef maður er ekki að hafa miklar áhyggjur af einhverri loka masteringu. Ef að það er málið, þá myndi ég senda lögin til Kára niðrí Sýrlandi og fá hann til að mastera þetta fyrir mig.

En já… vonandi fengu einhverjir hugmyndir af greininni!
GunnsiGunn - The Old Legend…