Nú fer að líða að næstu triviaspurningakeppni hér á hljóðvinnsla og er sú keppni í boði Tónabúðarinnar. Gefin verða verðlaun fyrir fyrsta sætið og er það hvorki meira né minna en eitt stykki M-audio Luna míkrafónn að verðmæti 23.500 kr. Auk þess gefur Tónabúðin öllum keppendum 15% afslátt af öllum M-audio vörum, út febrúar.
Luna míkrafónninn: http://www.m-audio.com/products/en_us/Luna-main.html
M-audio vörur: [urlhttp://]m-audio.com
Vinsamlegast lesið hvernig keppnin fer fram hér að neðan.
Spurningarnar verða birtar efst á hugi.is/hljodvinnsla í 3 vikur.
Þið svarið spurningunum í réttri röð og þær birtast á síðunni og sendið svörin til ZooMix í hugaskilaboðum. Það er stranglega bannað að nota netið til aðstoðar við leit á svörum fyrir þessa keppni. Vinsamlegast virðið það.
Það sem á einnig að innihalda í hugaskilaboðunum er alvöru nafn og kennitala. Dæmi:
Huganafn: ZooMix
Nafn: Viktor Böðvarsson
kt. 010190-2879
Þetta er einungis gert til þess að þú getir innheimt vinninginn þinn í Tónabúðinni og til þess að þú getir notfært þér afsláttinn af M-audio vörunum.
Keppnin hefst að öllum líkindum seinni partinn í næstu viku. Ég vona að sem flestir taki þátt og notfæri sér afsláttinn sem Tónabúðin veitir.
Að lokum hvet ég ykkur til að senda inn meira af efni. Bara dúndrið einhverju hljóðvinnslutengdu hingað inn.
kveðja, DýragarðsBlöndun