Já góðan daginn. Ég ætla hér að segja frá hljóðverinu mínu.
Eftir að hafa átt M-box í eitt ár og notað við það Medion ferðatölvu þráði ég meira og skipti í næsta pakka fyrir ofan. Digidesign Digi 002 Rack. Ég keypti mér það með Factory Bundles að verðmæti 30.000 krónum og er sá pakki troðinn af plugin'um. Ég nota sem sagt Pro Tools 7.2 og finnst mér það eftir að hafa prófað öll stærstu forritin sem notuð eru til hljóðvinnslu án efa best. Ég keypti mér Apple Mac Mini nú í Janúar 2006 um svipað leyti og Digi 002 var keypt og hefur það litla grey aldrei slegið feilpúst, þó ég stefni nú á G5 turninn von bráðar.
Digi 002 eru 8 rásir inn( fjórir Mic Preampar og svo fjögur line-in) 8 rásir út(allar line út) svo er monitor Left og Right út einnig. Líka eru Midi in og út, s/pdif(sony/philips digital Interface) input og svo ADAT in og út. Ég á einnig Behringer ADA 8000 sem er ADAT interface og gefur það mér 8 rásir inn og 8 út í viðbót og eru í stykkinu 8 mic preampar ásamt line in, phantom power á allar rásir og fleiri fídusar sem ég kann ekkert á.
Sem sagt ég er með 16 rásir inn og 16 út í einu, sem býður uppá heilmikla möguleika, en þetta er bara interfacið.
Mikarnir sem ég á eru svohljóðandi:
Shure Beta 58A sem er virkilega góður söngmic, einn besti livemic í heiminum að mínu mati og nota ég hann í söng þegar hljómsveitin er tekin upp live.
Shure SM57 er virkilega fjölhæfur mic sem ég nota á trommur, magnara, kassagítar, bakraddir live og margt margt fleira, og á ég 3 stykki þessa stundina en vantar fleiri.
Shure PG57 er fínn mic fyrir verðið, svona secondary mic sem ég nota ef mig vantar mica.
MXL2006 er studio diagrham söngmic, virkilega tær og nota ég hann í söng þegar söngurinn er tekinn sér.
Shure Beta 52A er bassatrommumic í sérklassa. Mjög miklir möguleikar sem fylgja þessum mic og nota ég hann bæði á bassatrommu og á bassa ef bassaleikarinn vill nota bassaboxið í upptökur.
Shure PG58 nota ég fyrir talkback inní upptökuherbergið.
Shure KSM109 Overhead Mic nota ég á trommur og einnig á gítarmagnara. Ég bý yfir tveimur stykkjum af þessum mic.
Ok eins og þið sjáið er þetta fínt safn af micum, og duga þeir mér mjög vel þessa stundina.
Annað dót sem ég á:
M-audio Studiophile monitors eru 15w hvor og svo 25w subwoofer. Þetta er 2.1 kerfi en það er möguleiki á magnaranum fyrir 5.1. Það er virkilega tært og gott sánd í þessum monitorum og þeir ná alveg ótrúlega mikilli breiddartíðni.
30m langur Cordial Snákur 12+4 sem sagt 12 in og 4 út. Hann passar mjög vel við því ég er með 4 mic in á Digi 002 og 8 á ADA8000. Hann var sérpantaður af tónabúðinni og er virkilega góð þjónusta hjá þeim drengjum.
Magnararnir mínir duga mér og þeim sem kjósa að koma í stúdíóið magnaralausir og er það Marshall AVT150 gítarmagnari, Behringer 4500H bassahaus sem er 450w, BA410 4x10“ bassabox frá Behringer, VOX T-25 lítill og sætur en með kröftugan tón í stúdíói. Svo er ég líka búinn að hanna heimatilbúið Talkbox sem er með 15” keilu.
Hljóðfærin mín nota ég einnig og þeir sem koma í stúdíóið mega taka aðeins í en það er Ibanez KDM1 Noodle Signature rafmagnsgítar, Fender Jazz Bass Highway 1 rafbassi, Yamaha kassagítar 20 ára, Kogström kassagítar hætt að framleiða þá á 8. áratugnum held ég, og virkilega gott sánd, Casio hljómborð sem ég þori varla að bjóða gestum að spila á því það er ekki það gott en virkar fyrir mig, og lítið og sætt Ukulele úr tónastöðinni.
Aðal heyrnartólin mín eru Sony Studio A blabla man ekki keypt fyrir 12 árum og eru virkilega góð. Eru hlussustór og sitja vel á manni. Ég á líka Aiwa og Behringer heyrnartól sem virka líka fínt.
Ég tók upp EP plötu hljómsveitarinnar minnar í sumar og er hún komin í verslanir. Hljómsveitin heitir Royal Fanclub, Platan heitir líka Royal Fanclub og tjekkiði á tóngæðunum á http://myspace.com/royalfanclub