Ég myndi ekki kalla þetta studio af því að þetta er svo lítið og ég nota tölvuna í svo mikið annað en bara upptöku og svoleiðis.
Hljóðkortið sem ég nota við upptöku er M-Audio Audiophile 192 sem mér persónulega finnst gott hljóðkort (þó ég sé ekkert góður í þessu), það hefur tvö midi tengi (in og out) og síðan line in R/L, line out R/L og monitor R/L. Svo er ég með annað innbyggt sem ég nota við allt annað (leiki, hlusta á tónlist…)
Síðan á ég líka mixer sem er af gerðini Behringer Eurorack UB1002 sem ég fékk í tónabúðini fyrir rúmlega 10.000 kr ef ég man rétt. Hann hefur tvær Mono rásir og 4 stereo rásir eða þ.e.a.s line3 left og line4 right og svo framvegis.
Síðan er það þessi mic sem er nú bara ekkert spes heldur einhvað ódýrt. Ég á líka gítar sem ég tek stundum upp með (bara að leika mér, hef ekki klárað lag enn :S)
Og síðan þá hef ég helling af blöðum og rusli á borðinu eins og má sjá á myndini. :)
Þá er þetta held ég bara búið og endilega segið ykkar skoðanir. Kveðja, Arnar.