Hljóðneminn sem ég nota er allveg frábær og einmitt kjörinn í auglýsingagerð og er hann af gerðinni Shure SM7B og er soundið í honum allveg frábært. Að vísu er þetta dynamic mic svo hann er í raun ekki sniðugur í söng. Myndi kaupa mér einhvern annan líka ef ég færi út í eitthvað svoleiðis en nei ég er ekki að sjá að ég þurfi á öðrum að halda. Og þennan hljóðnema er ég með á svona týpísku studio hljóðnemastadífi sem minnir í raun á lampa. Oft kölluð Luxor stadíf. Mjög þæginleg.
Ég nota einnig Mbox 2 mikið og nota ég það í raun í mest allt sem ég geri og saman myndar Mbox 2 og Pro Tools eina sterka heild. Allveg geðveik gæði í öllum upptökum og er Mbox 2 allveg frábær græja í hreinskilni sagt.
Ég er með tvö hljóðkort í tölvunni. Annað er nú bara svona venjulegt draslhljóðkort sem fylgir tölvum en svo er ég líka með Sound Blaster X-Fi kort sem er náttúrlega bara allveg frábært kort. Hvort sem að mixerinn er tengdur í það og verið er að taka upp eða bara þegar maður er að hlusta á tónlist. Soundið er allveg undurfagurt í alla staði.
Mixerinn er af gerðinni Alesis MultiMix 12FX og er mjög fínn mixer í alla staði en ég hef lítið notað hann undanfarið. Hann er bara hérna ótengdur og ég held ég nenni ekki að tengja hann fyrr en mig vantar hann næst í eitthvað verkefni. Þetta er 8 rása mixer og bíður uppá allt sem maður gæti þurft hann í. En núna í seinni tíð er Mboxið nánast alfarið tekið við en ég ætla samt að eiga hann ef mig vantar hann í eitthvað. Fínn mixer og gott að eiga. Myndi t.d. nota hann ef að hljómsveit væri að taka upp lög. Þá myndi maður nota hann. Mboxið er náttúrlega ekki með nógu marga tengimöguleika fyrir þannig verkefni.
Einnig hef ég verið að nota stundum Sony Vegas 6.0 og Sony Sound Forge 8.0 sem eru líka mjög fín forrit. Einnig hef ég verið að leika mér í Reason 3.0 en ég er ekkert pro í því. Bara hef verið að fikta.
Þetta studio mitt gæti í raun líka verið útvarpsstudio ef manni myndi detta í hug að opna einhverndaginn útvarpstöð en ég held að það sé nú bara nóg af útvarpstöðvum eins og er en alldrei að vita hvað maður gerir síðar.
Með þessi tæki og tól eru manni allir vegir færir og það að setja upp svona studio þarf ekki að vera eins dýrt og maður heldur í byrjun.
Ég hvet alla til þess að senda inn greinar og segja frá sínum tækjum og tólum og hvað þið hafið verið að bralla í hljóðvinnslu. Muna bara að vanda greinina og lesa vel yfir og husa “Er þetta eitthvað sem ég myndi kalla grein”
Cinemeccanica