Stolinn gítar: Ovation Custom Legend
Drummaniac:
Sælir herrar mínir og frúr.
Er að leita fyrir kæra vinkonu mína af gítar sem var stolið.
Þetta er afar langsótt en þó ég sé ekki viss en þá tel ég að ekki séu margir svona gítarar hér á klakanum.
Trúlega 1998 (langsótt,sagði það) á stað sem hét O´brians og var á laugarveginum.
Þaðan var honum stolið.
Faðir vinkonu minnar,maður að nafni Óskar og hefur verið að trúbadorast lengi var með gítarinn í láni þetta kvöld þegar honum var stolið.
Nkl. svona gítar einsog er á meðfylgjandi mynd.

Ovation Custom Legend.
Afar fallegur og skemmtilegur gripur.
Ef e-r getur mögulega haft einhverja vitneskju um svona gítar þá hvet ég ykkur um að senda bara uppl. á mig á e-mail mitt sem er odinntheviking@gmail.com

Ef svo vildi til,fyrir e-ð kraftaverk að þessi gítar myndi finnast þá vissulega yrði ekkert gert í því annað en brosað útað eyrum og þakklætið mikið.
Læt það kannski fylgja með hérna,en sagan sagði að maður að nafni Emil hafi verið með gítarinn í sínum fórum.Þetta var maður sem var í óreglu á þessum tíma,er það kannski enn í dag,en vona þó auðvitað ekki :)
Leit var gerð á sínum tíma en fannst ekki því miður.
Nýju undirskriftirnar sökka.