Talandi um reglur (efast um að það skapist einhver gríðarleg umræða um “Fyrstur” svör þannig að ég tek mér bessaleyfi og kem hérna öðru efni að, sem tengist þó reglum áhugamálsins), hvernig væri að taka aðeins til á auglýsingakorknum, þetta er trúlega einhvern vinsælasti auglýsingastaður landsins fyrir hljóðfæri og mér þætti afskaplega sniðugt ef þetta væri sett upp eins og á svo mörgum spjallborðum. Reglurnar sem þarna koma eru góðar og gildar og framfylgja þarf þeim með meiri krafti en áður.
Það sem mér finnst vanta hinsvegar eru reglur varðandi titla söluþráða, það mundi bara gera allt töluvert auðveldara ef fólk mundi venja sig á (eða beinlínis skikkað til þess) að setja í nafn þráða nafnið á því sem er til sölu eða því sem óskað er eftir, einnig finnst mér afskaplega sniðugt, til að að nota svokölluð “prefix” á undan, semsagt [TS] fyrir “til sölu” og [ÓE] fyrir “óska eftir”, síðan má þróa þetta lengra með [ÓS] fyrir “óska eftir skiptum”. Það ætti ekki að vera vandamál að troða þessum leiðbeiningum í gráa boxið hægra megin á skjánum sem kemur þegar maður ritar nýjan þráð eða svar.
Svona væri hægt að koma í veg fyrir þræði sem bera einungis titil eins og “Gítar til sölu” eða “Fullt af drasli til sölu”. Í þeim tilvikum sem söluþráður inniheldur mikið af stöffi og ógerlegt er að koma því öllu til skila í titli má til dæmis gera "[TS]Mikið af upptökudóti“ eða ”[ÓE]Micum, mixer og fleiru" eða þvíumlíkt.
Síðan mætti leitast eftir því við vefstjóra að fjölga þeim þráðum sem sýnilegir eru á upphafssíðu áhugamálsins, eins og er eru það 5 þræðir sem sjást en það koma inn mun fleiri þræðir á dag og flestir falla úr sýn nokkuð fljótlega. (Raunar hefur mér alltaf fundist þetta afskaplega furðulegt kerfi á huga að aðeins 5 þræðir eru sýndir á forsíðu, væri það ekki sniðugt að stjórnendur áhugamæla væri í sjálfsvald sett hve marga þræði korkurinn sýnir).
Hvað finnst mönnum?
Þessi forskeyti eru bráðsniðug hugmynd, en mér finnst of hart að skikka fólk til að nota þau, sérstaklega þar sem þetta er vinsælasti hljóðfæraspjallvefur landsins, þá eru margar af þessum auglýsingum frá fólki sem kannski er ekkert endilega að skoða síðuna dags daglega og kann því reglurnar ekki beint utanað eisn og við gömlu refirnir. Held það sé ekki til þess fallið að fá þetta fólk til að venja komur sínar á vefinn ef við erum of stífir á reglum í kringum einhverja svona smámuni.
Ég hef heldur aldrei verið mikið að setja út á lélegar auglýsingar, fólk sem vandar sig ekki er aðallega að grafa eigin gröf, vel auglýst vara er mikið líklegri til að seljast en sú sem er illa auglýst.
Hugmyndin með þráðafjöldann er eitthvað sem við stjórnendur á áhugamálinu getum lítið gert í, en ég skal bera hugmyndina áfram, enda er þetta svona “af því það hefur alltaf verið þannig”, og því fæstir sem spá í það ..
0
Já það er trúlega rétt hjá þér, að of margar reglur fæla fólk frá.
0
Mætti þá frekar athuga að gera auglýsingakorkaleiðbeiningarnar, hvort sem það eru þessar sömu gömlu eftir hann Gísla eða alveg nýjar, meira áberandi svo fleiri nýir notendur eða hvítir hrafnar nýti sér þær.
0