Mynd af þínu hljóðfæri ?? Jæja eftir að ég fékk mjög góðar viðtökur við hugmyndinni minni í gær ákvað ég að láta þetta í gang.

Hugmyndin hljómar svona:
Ég og Morgoth vorum að ræða saman um hvernig við gætum gert þetta áhugamál áhugaverðara og þá kom upp hugmynd um að við myndum setja inn kubb sem hefur það verk að sýna myndir af hljóðfærum notenda hérna inni.

Þá myndi fólk bara ýta á “Sjá meira” og þá myndi það sjá allar myndir (jafnvel með útskýringu frá eiganda) af gripum notenda.



Já semsagt þetta mun verða kubbur þar sem þið getið séð hljóðfæri sem aðrir eiga.

Hinsvegar er ég og Morgoth mikið fyrir að troða reglum að allstaðar og þessi hugmynd er ekki undantekning.

Reglurnar eru þessar:
1. 4 myndir hámark á hvern notenda.
2. myndirnar sem verða notaðar í þetta verða að vera myndir sem þið hafið tekið sjálf af hljóðfærunum ykkar og sent hér í mynda dálkinn.


Semsagt, svona farið þið að:
1. Takið mynd af hljóðfærinu ykkar.
2. Sendið myndinna inná Huga.is/hljodfaeri undir myndir.
3. Sendið mér skilaboð um að þið viljið fá ykkar mynd í þennan kubb og látið link á myndina þína fylgja með í skilaboðunum (munið 4 myndir hámark).

Þið meigið byrja að senda inn núna og þetta fer inn vonandi seinni partinn í dag.

Ef einhverjar spurningar vakna þá bara senda mér skilaboð og ég reyni að svara af bestu getu.

Með von um góðar móttökur.

E.s. Já þess er rétt að geta að fólk ætti að lesa reglurnar áður en það sendir inn myndir. :)

E.e.s. Ef þið eruð með myndir af mörgum hljóðfærum saman væri mjög gott að þið mynduð einnig taka framm í póstinum hvaða hljóðfæri er aðalhljóðfærið ykkar, þá eruð þið sett í þann flokk sem við á. :)