Gleymt lykilorð
Nýskráning
Hljóðfæri

Hljóðfæri

7.026 eru með Hljóðfæri sem áhugamál
113.284 stig
384 greinar
39.628 þræðir
105 tilkynningar
4.188 myndir
968 kannanir
254.447 álit
Meira

Ofurhugar

HoddiDarko HoddiDarko 1.490 stig
Diddii Diddii 1.040 stig
Tjeko Tjeko 966 stig
negrasvikari negrasvikari 832 stig
Noisemaker Noisemaker 826 stig
Addni Addni 820 stig
HlynurS HlynurS 814 stig

Stjórnendur

Moog MF104M Analog Delay (4 álit)

Moog MF104M Analog Delay
Það er óhætt að kalla þessa græju "boutique".

nýja dótið (2 álit)

nýja dótið
Japanskur Fender jaguar og Vox ac50 haus frá 1963.

Frekar sáttur með þetta.

Crappollo fær nýtt líf!! (0 álit)

Crappollo fær nýtt líf!!
Gamli fékk nýtt líf núna áðan, hann hefur ekki átt sjö daganna sæla enda appollo... Litli bróðir minn hafði verið sniðugur þegar hann var að geyma hann fyrir mig og ætlaði að mála hann hvítan. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann tippexaði hann hvítan!

En til að gera góða stutta þá pússaði ég hann upp og bæsaði. Svo skipti ég um allt hardware nema stilliskrúfurnar (geri það seinna þegar ég finn í hann sem passar)
í hann keypti ég actíva eftirhermu af emg 81 sem heitir Dragonfire 81, eini gallinn er að þetta pickguard er ekki alveg að fitta (stendur aðeins út fyrir) en ég reddaði því með því að nota það sem hengju fyrir Þórshamarinn minn sem ég hef átt ofan í skúffu lengi. restin er noname dót sem ég fann ódýrt á ebay, enn hey þetta virkar allt og upprunalega planið var að hafa hann sem veggskraut og það er hægt að fá hljóm úr þessu núna.

PS: dúkkukerran er til að gera þetta dúlló ;)

setup-ið (4 álit)

setup-ið
 06' Gibson les paul standard og 81' marshall jmp 2203

Fenderinn til sölu (2 álit)

Til að fjármagna önnur kaup þá fer fenderinn á sölu

Þetta er '62 RI fender telecaster með Seymour Duncan antiquity pickuppum og kemur í bráðfallegri harðri tösku.

Hann er framleiddur 1995 ef mér skjátlast ekki

skellið bara á mig PM ef þið hafið áhuga eða hringið í 6980897.

- Atli

Höfner Nuclear Bass (2 álit)

Höfner Nuclear Bass
Nýji bassinn minn. Svakalegur. Vantar bara nokkra varahluti í hann.
Fleiri myndir hér: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.1533024039264.75283.1044670507&type=3

Pedalaborð (update!) (8 álit)

Pedalaborð (update!)
Ég póstaði mynd af pedalaborðinu mínu fyrir ekki svo löngu en síðan þá hefur margt breyst. Ég er búinn að vera duglegur að vinna í pedulum sem mig persónulega langaði til að eiga en til að finna þá fullkomnu varð ég að smíða MJÖG mikið af overdrive pedulum og sigta úr þá sem eru þess virði að geyma.

POWER:
Ég var með Joyo straumbreyti, sem er bara Dunlop DC Brick klón. Á því eru 8x9V output og 2x18V ouput, sem er ágætt nema hvað að straumdeilirinn brann. Ég ditchaði það þá og keypti mér 2x 1000mA 9v straumbreyta og daisy chain snúrur sem duga fyrir 18 pedala. Auk þess er ég með 1x1000mA 18v straumbreyti sem er fyrir Holier Grail reverbið. Ég tók alla straumbreytana í sundur og víraði þá saman þannig að þeir fara í gang þegar ég tengi ketilsnúru aftan í pedalaborðið (sem ég setti þar).

Ég er þá með 3000mA af straum fyrir þessa pedala sem er mikið meira en nóg.

Pedalar:
Zendrive > 2x Wampler Plexidrive í einu boxi > Fairfield Circuitry - The Barbershop > Clark Gainster > Paul C - Timmy > Menatone Red Snapper 4-takka útgáfa með clipping switch > Boss MD-2 Mega Distortion (á eftir að finna distortion til að skipta honum út) > Boss CE-2 Chorus > Boss DD-2 Digital Delay (þekktur nú til dags sem DD-3) > EHX Holier Grail Reverb.

Inputs/Outputs:
Ég boraði í hægri hliðina á borðinu til að koma fyrir tengjum fyrir input/output þannig að pedalarnir geta ávallt haldist tengdir.

ps. Tekið skal fram að ég smíðaði alla pedalana nema Boss og EHX.

Fylgið @pedalprojects á Instagram til að sjá reglulega myndir af því sem ég er að gera ásamt FULLT af myndum af pedulum sem ég hef smíðað.

Græjumynd! (4 álit)

Græjumynd!
Efst er Mesa Boogie Dual Rectifier (til sölu), undir honum er nýji elskhugi minn, Matamp GT1 og undir þeim félögum er þetta klassíska Marshall 1960A box.

Pedalar frá vinstri til hægri: Mesa rásaskiptir, Zvex wah probe, Mojo Hand Colossus, Boss RC-20XL og Earthquaker Devices Dispatch Master.

Strat Project - Road Worn extreme (8 álit)

Strat Project - Road Worn extreme
Sælir félagar, ég tók mig til fyrir ári og ákvað að skella mér í smá project eftir að hafa heillast að Fender Stratocaster Road Worn línunni.  Hugmynd mín var þó örlítið ýktari heldur en þessir settlega eyddu Fenderar.  

Ég varð mér úti um Squier Stratocaster nánar tiltekið 20 ára Squire afmælis affinity týpu, hann var varla spilhæfur þegar ég fékk hann í hendurnar fyrir 12 þús. 

Hlutir í gítar :
Fékk mér tvo nýja gorma, söðla,  nýja potta, switch, input, þriggja laga pickguard og pickupa sett úr USA Fender Strat.

Fyrir útlitið :
Skellti mér því næst útí BYKO og keypti saltsýru og vatnssandpappír.
Heima átti ég til salt, oliívu olíu, espresso kaffi til að bæta útlitið og einnig skóáburð sem nauðsynlegur er til að ná réttum lit og áferð.


Verkefnið byrjað :
1. Að dangla á vel völdum stöðum í gítarinn þar sem líklegt er að maður reki hann í til þess notaði ég nokkur verkfæri hamar, skrúfjárn og sporjárn svo bjó ég til lakk rispur og chip með hníf.

2. Að matta allt boddýið með vatnspappír og búa til slitfleti og ýkja þá, svo borið olíu á boddýið til að dekkja það aftur.

3. Járnhlutir lagðir pússaðir og lagðir í sýrubað, hér verður að passa uppá tímann því söðlarnir sem voru í gítarnum gufuðu bókstaflega upp.

4. Skella hlutum sem eiga að vera ryðgaðir í saltlausn og láta liggja útí í nokkra daga.

5. Pússa upp pickguard, knobs, pickup cover og rispa líka með hníf.

6. Pússa hálsinn og taka lakk af honum.

Hér er allri grunn vinnu lokið.
-----

7. Samsetning.

-----
*Að ná útlitinu að gítarinn sé eldgamall, mikið notaður og hafi aldrei verið þveginn og sjænaður(eða of mikið)

8. Hálsinn fékk á sig nokkrar umferðir af rótsterku espresso til að byrja með og svo dökkan skóáburð sem ég leyfði svo að harðna í nokkra daga.  Hausinn á honum tók ég svo og brenndi smá með kveikjara.

9. Pickguardið fékk á sig sama skammt og hálsinn og reyndi ég að búa til uppsafnaða drullu á tökkum og í kringum þá og pickup cover.

10. Pússaði með vatnspappír kringum pickguard til að gera rispur trúverðugari og svo olía á lakkið eftir á.

11. Tálgaði smá logo í hausinn á honum. 



Tími :
4-5 kvöldstundir sem fóru í þetta

Lokaútkoma:
Gítar sem lítur út fyrir að hafa lent í einhverju misjöfnu og er með stríðsáverka eftir mikið rokk.


Heilt yfir var þetta verkefni mjög skemmtilegt og gítarinn kemur mér skemmtilega á óvart, beinn og góður háls og heldur vel stillingu.


Vona að þið hafið gaman af þessu.


Kv. Björn Ingi

setup-ið mitt. (2 álit)

setup-ið mitt.
Hérna er mynd af draslinu mínu, er nokkurnvegin kominn með það sem ég þarf í bili.

Þetta er.
Roland SH 201 synth.
Roland SP-404 sampler
Numark tt500 turntable
Numark M101 dj mixer

Síðan er hundgamall og lélegur makki þarna líka sem ég nota ekki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok