Gleymt lykilorð
Nýskráning
Hljóðfæri

Hljóðfæri

7.027 eru með Hljóðfæri sem áhugamál
113.284 stig
384 greinar
39.628 þræðir
105 tilkynningar
4.188 myndir
968 kannanir
254.447 álit
Meira

Ofurhugar

HoddiDarko HoddiDarko 1.490 stig
Diddii Diddii 1.040 stig
Tjeko Tjeko 966 stig
negrasvikari negrasvikari 832 stig
Noisemaker Noisemaker 826 stig
Addni Addni 820 stig
HlynurS HlynurS 814 stig

Stjórnendur

MFOS Ultimate analog synthesizer (34 álit)

MFOS Ultimate analog synthesizer Er búinn að vera að dunda mér við að smíða þennan í svolítinn tíma. Þetta er semsagt analog synth og er alveg virkilega skemmtileg græja. Ég keypti prentplötuna og front panelinn af http://www.musicfromouterspace.com/ sem er mjög skemmtileg svona DIY synth síða. Ef það eru einhverjar spurningar um synthinn eða bara almennt þá endilega spyrja.

Mér finnst mjög gaman að sjá myndir af svona DIY græjum og það væri gaman að sjá meira af þeim á þessu áhugamáli:)

Fender Stratocaster x 3 (18 álit)

Fender Stratocaster x 3 Ákvað að henda einni hópmynd af Strat safninu mínu í tilefni þess að einn var að bætast í hópinn…

En þetta eru talið frá vinstri:

Fender Stratocaster Deluxe Series Powerhouse MIM ´05.

Sá nýjasti í safninu, liturinn heitir Caramel Metallic. Powerhouse gítarar komu með 12 dB aktívu miðjuboost-i og er því með 9 volta rafkerfi. Mjög kraftmikið sánd í honum.

Fender Stratocaster Standard MIM ´95.

Ósköp venjulegur mexíkó strat, skellti pickup-um úr HW1 series strat í hann sem gerði mikið fyrir hann, dýrka hálsinn á honum og nota hann því mjög mikið.

Fender Stratocaster 50´s (1957) Re-Issue MIJ ´84-´87

Alveg snilldargripur frá Japan, Metallic blue á litinn. Þegar ég fékk hann í hendurnar þá var búið að hræra í rafkerfinu á honum og búið að setja Lace sensor í miðjuna þannig ég tók mig til og reif það út og skellti SCN (Samarium Cobalt Noiseless) pickupa og S-1 rafkerfi í hann, by far fjölhæfasti strat sem ég hef átt og næ að viðhalda old school look-inu á honum.

Held að ég hafi náð að segja allt sem segja þarf um þessa gripi… ef ekki þá bara commentið þið ;)

Hljóðnemar. (13 álit)

Hljóðnemar. Hér eru nokkrir hljóðnemar úr safninu mínu, frá vinstri = sE Gemini lampahljóðnemi, Sennheiser MD441, Shure SM57 og AKG C414B.

Gemini hljóðneminn er alveg helsjúkur sem söngmæk í stúdíói og hann skilar alveg gríðarlega stórri hljóðmynd, ég hef líka notað hann til að taka upp kassagítara, dobró og munnhörpur og hann skilar öllu alveg 110%, mér finnst einhvernveginn allt sem ég tek upp með þessum hljóðnema hljóma betur en það gerði upprunalega.

Sennheiser MD441 hljóðneminn skilst mér að sé alveg rosalegur snerilmæk en ég er ekki viss um að ég myndi tíma að setja 140 þúsund krónu hljóðnema þar sem væri hætta á að einhver lemdi í hann, þessir mækar hafa líka verið notaðir sem söngmækar af jafn ólíkum söngvurum og Elton John, Stevie Nicks og Steve Albini, þetta er mjög stefnuvirkur hljóðnemi þannig að hann ætti að vera frábær söngmæk á sviði því hann pikkar bara upp það sem er beint fyrir framan hann.

Shure SM57 er gítarmagnaramæk og ég hef ekki prófað að nota hann í neitt annað en síðan ég prófaði hann í fyrsta skipti fyrir framan gítarmagnara þá hef ég ekki séð ástæðu til að nota neinn annann hljóðnema í gítarmagnaraupptökur.

AKG C414B er víst alveg brilliant til að taka upp tildæmis fiðlur og söng en ég verð að játa það að ég er ekki búinn að prófa hann ennþá.

Uppskrift fyrir custom paiste Pickguard (16 álit)

Uppskrift fyrir custom paiste Pickguard Segjir sig sjálft,

Nýja græjan (10 álit)

Nýja græjan Spector NS-4, smíðaður af Stuart Spector sérstaklega fyrir Pálma Gunnarsson, en einhverneginn endaði í mínum höndum. Áritaður af Spector á headstockinu.

nýr magnari :D (42 álit)

nýr magnari :D eftir þónokkra leit og smá grátur þá fann ég klekkaðann magnara,

um er að ræða orange rocker 30 1x12 lampacombo með celestion vintage 30 hátalara.. algjert bjútí, hentar alveg í hreina tóna sem og drifna led zeppelin tóna

og þarna við hliðiná er svo epiphone les paul standard í honníburst með jóker spil teipað á sig (hohoho)

njótið :)

Settið mitt. (35 álit)

Settið mitt. Trommusett til sölu :) svaka fínt.

gibson rd (7 álit)

gibson rd hérna er Jimmy Page að spila á gibson RD sem mér finnst ýkt nettur gítar.. en af því ég er feitur og latur og nenni ekki að skrifa meira ætla ég bara að copy/pastea smá brot af upplýsingum hingað ;)

“They were designed to be brighter sounding than the existing models (such as the Gibson Les Paul or Gibson SG) and as such were longer scale (25 1/2” as opposed to the more usual 24 3/4“)”

Meine Geige (13 álit)

Meine Geige Ég skoðaði ég veit ekki hve margar myndir hérna og sá aðallega gítara, nokkra postera, magnara og einn flygil. Ákvað að seta mynd af fiðlunni minni, smíðuð 1788 í Vín, keypt í Prag.. smá tilbreyting, hehe

Hiwatt DR-103 Custom 1973 árgerð (25 álit)

Hiwatt DR-103 Custom 1973 árgerð Sælir

Mig langaði bara að deila með ykkur þessari fegurð!

Þetta er semsagt Hiwatt DR-103 Custom 1973 árgerð. Samskonar magnari og notaður var af David Gilmour-Pink Floyd, Pete Townshead-The Who og Jimmy Page-Led Zeppelin, (þetta eru þekktustu notendurnir).

Ég ákvað fyrir seinustu jól að gefa sjálfum mér eitthvað hljóðfæratengt í jólagjöf og datt niður á þennan Hiwatt magnara sem hefur alltaf verið á óskalistanum síðan maður byrjaði að pæla í svona græjum.

Ég veit ekki um neinn annan svona 100w haus hér á landi en það væri gaman að vita ef þið vitið um einhvern samskonar. Ég veit af því að Tjeko á einn 200w, Elvis2 átti líka einn 200w að mig best minnir og svo hef ég heyrt að það hafi líka verið til þriðji 200w hausinn einhversstaðar hér á landi.
Magnarinn minn fékk heitið Guttormur(eftir nautinu í húsdýragarðinum hér forðum) vegna þess að þegar að ég fór með hann til Þrastar Víðis í yfirhalningu þá lyktaði verkstæðið hjá honum eins og fjós sem bendir til þess að hann hafi legið í einu slíku.

Svo ef þið lítið í undirskriftina hjá mér þá var að bætast við núna nýlega 200w Orange Matamp Kraftmagnari og 2x12 Orange box. Ég skelli inn mynd af þessum nýju/gömlu græjum einhverntímann seinna og svo er líka alveg kominn tími á fyrstu hópmyndina af öllu dótinu sem maður á orðið :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok