Ég póstaði mynd af pedalaborðinu mínu fyrir ekki svo löngu en síðan þá hefur margt breyst. Ég er búinn að vera duglegur að vinna í pedulum sem mig persónulega langaði til að eiga en til að finna þá fullkomnu varð ég að smíða MJÖG mikið af overdrive pedulum og sigta úr þá sem eru þess virði að geyma.
POWER:
Ég var með Joyo straumbreyti, sem er bara Dunlop DC Brick klón. Á því eru 8x9V output og 2x18V ouput, sem er ágætt nema hvað að straumdeilirinn brann. Ég ditchaði það þá og keypti mér 2x 1000mA 9v straumbreyta og daisy chain snúrur sem duga fyrir 18 pedala. Auk þess er ég með 1x1000mA 18v straumbreyti sem er fyrir Holier Grail reverbið. Ég tók alla straumbreytana í sundur og víraði þá saman þannig að þeir fara í gang þegar ég tengi ketilsnúru aftan í pedalaborðið (sem ég setti þar).
Ég er þá með 3000mA af straum fyrir þessa pedala sem er mikið meira en nóg.
Pedalar:
Zendrive > 2x Wampler Plexidrive í einu boxi > Fairfield Circuitry - The Barbershop > Clark Gainster > Paul C - Timmy > Menatone Red Snapper 4-takka útgáfa með clipping switch > Boss MD-2 Mega Distortion (á eftir að finna distortion til að skipta honum út) > Boss CE-2 Chorus > Boss DD-2 Digital Delay (þekktur nú til dags sem DD-3) > EHX Holier Grail Reverb.
Inputs/Outputs:
Ég boraði í hægri hliðina á borðinu til að koma fyrir tengjum fyrir input/output þannig að pedalarnir geta ávallt haldist tengdir.
ps. Tekið skal fram að ég smíðaði alla pedalana nema Boss og EHX.
Fylgið @pedalprojects á Instagram til að sjá reglulega myndir af því sem ég er að gera ásamt FULLT af myndum af pedulum sem ég hef smíðað.
POWER:
Ég var með Joyo straumbreyti, sem er bara Dunlop DC Brick klón. Á því eru 8x9V output og 2x18V ouput, sem er ágætt nema hvað að straumdeilirinn brann. Ég ditchaði það þá og keypti mér 2x 1000mA 9v straumbreyta og daisy chain snúrur sem duga fyrir 18 pedala. Auk þess er ég með 1x1000mA 18v straumbreyti sem er fyrir Holier Grail reverbið. Ég tók alla straumbreytana í sundur og víraði þá saman þannig að þeir fara í gang þegar ég tengi ketilsnúru aftan í pedalaborðið (sem ég setti þar).
Ég er þá með 3000mA af straum fyrir þessa pedala sem er mikið meira en nóg.
Pedalar:
Zendrive > 2x Wampler Plexidrive í einu boxi > Fairfield Circuitry - The Barbershop > Clark Gainster > Paul C - Timmy > Menatone Red Snapper 4-takka útgáfa með clipping switch > Boss MD-2 Mega Distortion (á eftir að finna distortion til að skipta honum út) > Boss CE-2 Chorus > Boss DD-2 Digital Delay (þekktur nú til dags sem DD-3) > EHX Holier Grail Reverb.
Inputs/Outputs:
Ég boraði í hægri hliðina á borðinu til að koma fyrir tengjum fyrir input/output þannig að pedalarnir geta ávallt haldist tengdir.
ps. Tekið skal fram að ég smíðaði alla pedalana nema Boss og EHX.
Fylgið @pedalprojects á Instagram til að sjá reglulega myndir af því sem ég er að gera ásamt FULLT af myndum af pedulum sem ég hef smíðað.