Þetta er EH 1322, mér skilst að þetta sé samskonar kvikindi og Billy Corgan / Smashing Pumpkins notuðu á fyrstu plötunum sínum.
Ég fékk plötuna innanúr svona pedala gefins með öllum íhlutunum á, vinur minn hafði einhverntíman tekið þennan pedala í sundur til að nota kassann í eitthvað annað, ég er búinn að smíða nýjann kassa utanum græjuna og á bara eftir að tengja nokkra víra, ég var reyndar að spá í því að gera lítilsháttar mod á græjunni og bæta við rofa þannig að það sé hægt að bypassa tónstillinn.
Það er hellingsmunur á hljómnum úr eldri Big Muff pedölunum og þeim nýju, ég átti rússamöff frá 1993 sem var í stórum grænum kassa og hann var allt öðruvísi en svörtu rússarnir sem komu aðeins seinna, ég reikna með að eldri kanamöffinn sé allt öðruvísi líka.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.