
Þarna sést í:
-Epiphone Les Paul Std plain top Cherry sunburst
-Samick þjóðlagagítar sem ég hef átt í 17 ár. Aldrei farið úr stillingu :)
-Marshall Valvestate 8080 combo 80w magnara. Með lampa í formagnara.
-Pedaltrain 2 með nokkrum effektum.
Fer úr Epi Lessu í CryBaby Wah Classic GCB95 - Devi Ever Devistortion - Devi Ever Soda Meiser - Devi Ever Hyperion - MXR Blue Box - Zoom G3 (notaður í delay, reverb og chorus). Svo er þarna Marshall pedallin til að svissa úr clean í OD og Reverb on/off.
Eins og glöggir sjá þá er Zoominn soldið skrýtinn. Hann er nefnilega á leiðinni frá usa þannig að ég verð að láta mér útskorin pappakassa mér duga í bili. Get bara ekki beðið og ákvað að stilla þessu upp til að ná skipulaginu á brettinu 100%
Svona er maður klikkaður.