Svona lítur effektapallurinn minn út í dag. Straumbreytirinn er fastur undir og þarf aðeins að setja rafmagnskapalinn í samband aftaná til að kveikja á öllu. Nokkuð sáttur við það en fleiri pedalar eru væntanleggir frá útlöndum.
Ég er að bíða eftir GFS tuner til ad losna við behringerinn svo allt sé true bypass. Svo er ég að bíða eftir 2x Boss DD-6 og 2x Dirty Bird Screamer boost. Þetta kemst augljóslega ekki allt á pallinn, enda fer ég að reyna að selja eitthvað stöff fljótlega.
Ég fékk 2 stykki BOSS DD-6 á mjög góðu verði og ætla mér síðan að selja eða modda.
Ég á síðan von á tveimur Dirty Bird Screamer Boost sem ég fékk á meira en helmingsafslætti. Þetta er náungi sem er að byrja í pedalabransanum og byrjaði á því að selja þá ódýrt en er núna byrjaður að selja þá dýra. Ég ætla hugsanlega að eiga einn og selja hinn.
Þakka þér! Pedaltrain Mini eru snilld! Ég hef séð menn ná að koma held ég max 9 eða 10 pedulum á eitt bretti. Þeir eru að vísu bara með litla pedala og nokkra Malekko sem eru alveg tiny.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..