Bad Cat Hoto Cat er rosalega góður magnari! Ég keypti hann notaðan af manni í USA sem heitir Dave Widow og er blúsari. Hann hafði samband við verksmiðjuna sem framleiðir Bad Cat og lét sérsmíða þennan fyrir sig. Hann sagðist vilja eins “pure tube tone” og mögulegt er. Venjulega eru þessir magnarar með rofa aftan á sem býður upp á að breyta á milli tube / solid state en náunginn hjá Bad Cat lofaði honum betra sándi ef hann sleppti því að hafa Solid State möguleikann.
Ég nota A/B switch til að skipta á milli Clean og Gain rásanna. Clean rásin er ótrúlega clean og flott. Þá eru einungis tveir takkar sem gilda: volume og brilliance. Clean rásin er fullkomin og maður þarf ekkert að getað breytt bass eða treble.
Á gain rásinni eru eftirfarandi takkar: gain, edge, level, bass, treble, brilliance (sami og clean notar) og master. Með þessarri samsetningu á tökkum er hægt að fá ótrúlega fjölhæfa tóna og athygli fær magnarinn frá mér hvernig EQ virkar á honum. Það er ekki hefðbundið eins og á öllum öðrum mögnurum þar sem að þú hækkar bassann og þá heyrirðu bara bassann hækka. Ef þú hækkar treble þá heyrirðu bara treble hækka. Á þessum magnara þá vinna þessir tveir takkar saman og um leið og þú hreyfir við öðrum þá hefur það áhrif á hinn. Erfitt að útskýra.
Ég nota gain rásina til að fá örlítla bjögun þar sem pedalarnir mínir sjá um restina. Ég gæti notað gain rásina til að fá rosalegt overdrive en ég vil nýta sándið úr rásinni án þess að keyra hana í botn.
THD Hot Plate er einhver besta græja sem ég hef eignast! Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta gerir að þá tengi ég græjuna á milli magnarans og hátalarans. Þannig get ég síðan keyrt magnarann eins og ég vil, fengið lampasándið og nýtt þá af viti en lækkað í hátalaranum. Þetta hentar einstaklega vel á hljómsveitaræfingum, í stúdíói og jafnvel á tónleikum.
Bad Catinn er CLASS A lampamagnari sem skilar 30w en þessi 30w hljóma eins og ég veit ekki hvað! Krafturinn er ótrúlegur og þegar ég hef volume-ið á c.a 2 af 10 þá er maður farinn að yfirgnæfa alla aðra.
Ég átti 1988 Marshall JCM 800 2204 50w hálfstæðu og ég get ekki sagt að Bad Catinn hljómi neitt “minni” þó hann sé 1x12" combo.
ps. Bad Cat Hot Cat er drulluþungt kvikindi! Um 35kg.