Gítarinn er Japanskur Fender Jazzmaster sem er búið að setja Seymour Duncan Antiquity pickuppa í og magnarinn er Gibson Minuteman frá 1965.
Með þessu var ég að nota Maestro Echoplex tape delay, volumepedala og Fulltone Ultimate Octave fuzz.
Á myndina vantar pínulítinn Korg Monotron analogsyntha sem ég var með tengdann inn á aðra rás á Echoplexinu.
Ég hef aldrei nokkurntímann náð betra sándi en þetta á tónleikum, þetta eru algjörlega sick græjur en ég held að ég verði samt að fá mér annann magnara til að nota á tónleikum, ég væri alveg eyðilagður ef eitthvað kæmi fyrir þennann.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.