Smá mynd að safninu mínu fyrir ykkur nördana.
Hérna erum við með Marshall JMP 100w Master Volume haus, 1981 árg. handvíraður af Leak hérna á huga og undir honum 2x12“ Orange box með eldgömlum Celestion Greenbacks, einhversstaðar á milli 1965-1969. Fender Vibro King sem Karl Friðrik smíðaði fyrir ekki svo löngu síðan. Reverend Club King 1996 árg. með Jason Lollar P-90 pickupum sem ég var að kaupa nú á dögunum. Gibson Firebid með stock pickupum 2001 árg. Fender Stratocaster ”Bleika Svínið" 2003 árg. með Seymour Duncan California 50's pickupum.
Svo eru pickupar eftirfarandi í röðnni frá Vibr King-inum: Boss TU-2 tuner, MXR line driver Clean Boost, VOX 847 Wah wah, Bluesbreaker sem ég smíðaði sjálfur, MJM London Fuzz með germanium transitorum(Fuzz Face) og svo MXR Stereo Chorus. Þeir effektar sem eru ekki í röðinni eru: MXR Phase 100 1980og eitthvað árg. Dunlop Crybaby 535Q wah, EHX Big Muff Russian Pi Fuzz og Boss RC-20xl loop station.
Verði ykkur að góðu að líta augum slíka fegurð :)
Ég skora jafnframt á þá sem eiga slatta af græjum að senda inn myndir hingað og koma smá flæði á vefinn. Þetta er búið að vera eitthvað svo dauft finnst mér að undanförnu.