Kannski gott á skoða þetta ef maður vill kynnast analog synthum eitthvað:
http://www.musicfromouterspace.com/analogsynth/analog_synth_101/analog_synth_101.phpEn módúlurnar í þessum synth eru:
3 VCO (voltage controlled oscillator): Tóngjafarnir, bylgjuformið sem hægt er að velja er kassabylgja og sagtönn. Tóngjafarnir eru spennustýriðir eins og margt í þessum syntha heimi og fara eftir 1V/Octave kerfi. Takkarnir á tóngjafanum eru COARSE FREQUENCY þar sem maður stillir tíðnina gróft og fínstillir svo með FINE FREQUENCY. Svo er líka PWM (Pulse Width Modulation) takki þar sem hægt er að stilli púlsvíddina á kassabylgjunni, púlsvíddarmótunin er líka spennustýrð. Hægt er að sync-a tóngjafana saman í gegnum sync input.
VCF (voltage controlled filter): Low-pass 12dB/octave filter sem er spennustýrður. Filterar eru notaðir til þess að sía eða filtera út ákveðnar tíðnir eftir því hvernig filterinn er stilltur.
Mixer: Einfaldlega notaður til þess að blanda saman hljóðinu.
Attack release generator: Notaður til þess að búa til „umslag“ utan um t.d. nótu þegar ýtt er á hana. Umslagið er síðan notað til þess að móta t.d. filter eða spennustýrðan magnara. Þannig þegar ýtt er á nótu sendir hún frá sér trigger signal sem triggerar AR generatorinn. Hægt er að nota hann t.d. til þess að láta nótu deyja hægt út eða hratt, eða fade-a in.
VCA (voltage controlled amplifier): Spennustýrður magnari sem getur verið notaður til þess að búa til t.d. tremolo eða ring modulation með því að móta mögnunina með LFO eða audio signali.
2 LFO (low frequency oscillator): Notaður til þess að móta t.d. filterinn eða magnarann. Gefur frá sér bylgju sem breytist hægt, hægt er að velja um nokkur bylgjuform.
Sample and hold: Getur verið notaður til þess að gefa random spennugildi með því að sampla noise sem er búið til í noise generator.
4 deyfa (attenuators): Notaður til þess að minnka bylgjuform.
Repeat gate generator: Gefur bara gate signal frá sér.
Það eru svolítið mörg hugtök í þessu öllu og erfitt að útskýra þetta allt í einu svari þannig endilega spyrja ef það er eitthvað.