Gemini hljóðneminn er alveg helsjúkur sem söngmæk í stúdíói og hann skilar alveg gríðarlega stórri hljóðmynd, ég hef líka notað hann til að taka upp kassagítara, dobró og munnhörpur og hann skilar öllu alveg 110%, mér finnst einhvernveginn allt sem ég tek upp með þessum hljóðnema hljóma betur en það gerði upprunalega.
Sennheiser MD441 hljóðneminn skilst mér að sé alveg rosalegur snerilmæk en ég er ekki viss um að ég myndi tíma að setja 140 þúsund krónu hljóðnema þar sem væri hætta á að einhver lemdi í hann, þessir mækar hafa líka verið notaðir sem söngmækar af jafn ólíkum söngvurum og Elton John, Stevie Nicks og Steve Albini, þetta er mjög stefnuvirkur hljóðnemi þannig að hann ætti að vera frábær söngmæk á sviði því hann pikkar bara upp það sem er beint fyrir framan hann.
Shure SM57 er gítarmagnaramæk og ég hef ekki prófað að nota hann í neitt annað en síðan ég prófaði hann í fyrsta skipti fyrir framan gítarmagnara þá hef ég ekki séð ástæðu til að nota neinn annann hljóðnema í gítarmagnaraupptökur.
AKG C414B er víst alveg brilliant til að taka upp tildæmis fiðlur og söng en ég verð að játa það að ég er ekki búinn að prófa hann ennþá.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.