Sælir
Mig langaði bara að deila með ykkur þessari fegurð!
Þetta er semsagt Hiwatt DR-103 Custom 1973 árgerð. Samskonar magnari og notaður var af David Gilmour-Pink Floyd, Pete Townshead-The Who og Jimmy Page-Led Zeppelin, (þetta eru þekktustu notendurnir).
Ég ákvað fyrir seinustu jól að gefa sjálfum mér eitthvað hljóðfæratengt í jólagjöf og datt niður á þennan Hiwatt magnara sem hefur alltaf verið á óskalistanum síðan maður byrjaði að pæla í svona græjum.
Ég veit ekki um neinn annan svona 100w haus hér á landi en það væri gaman að vita ef þið vitið um einhvern samskonar. Ég veit af því að Tjeko á einn 200w, Elvis2 átti líka einn 200w að mig best minnir og svo hef ég heyrt að það hafi líka verið til þriðji 200w hausinn einhversstaðar hér á landi.
Magnarinn minn fékk heitið Guttormur(eftir nautinu í húsdýragarðinum hér forðum) vegna þess að þegar að ég fór með hann til Þrastar Víðis í yfirhalningu þá lyktaði verkstæðið hjá honum eins og fjós sem bendir til þess að hann hafi legið í einu slíku.
Svo ef þið lítið í undirskriftina hjá mér þá var að bætast við núna nýlega 200w Orange Matamp Kraftmagnari og 2x12 Orange box. Ég skelli inn mynd af þessum nýju/gömlu græjum einhverntímann seinna og svo er líka alveg kominn tími á fyrstu hópmyndina af öllu dótinu sem maður á orðið :)