Mynda keppni - Bólfélagar Sá vinstramegin er Gibson Les Paul Traditional og sá hægramegin er einhverskonar Yamaha týpa. Les Paulinn var keyptur um sl. páska eins og sjá má á fyrri mynd. Yamahainn var keyptur af föður mínum og hann er c.a. 25 ára (gítarinn ;D ). Það stóð mikið um að maður verður að eiga hljóðfærin, en ég á hann með föður mínum sem er alveg löngu hættur að spila á hann.
Ég veit ekki hvernig tegund af Yamaha þetta er því ég hef aldrei fundið neitt annað en “Yamaha” á gítarnum, sama hvað ég leita, og ég er ekki ýkja kunnugur yfir Yamaha gítar tegundir.

Þetta er ekki öll fjölskyldan, á myndina vantar; 2 bassa, 1 rafmagns gítar, 2 kassagítara (og annar þeirra er yfir 50 ára) og tvo litla sexy magnara ;)

Takk fyrir mig.