Afkomendur Jimi Hendrix (sem mér skilst að sé aðallega einhver hálfsystir sem hann hitti aldrei meðan hann var á lífi) hafa lagst verulega lágt í markaðssetningu á Hendrixtengdu drasli hin síðustu ár, það er ekkert langt síðan þau fengu GIBSON til að setja á markaðinn “Hendrixgítar” sem var í meginatriðum ódýr stæling á Fender Stratocaster, það er ekki hægt að finna það kvikindi á heimasíðu Gibson lengur því það barst svo mikið magn af haturspósti til Gibson vegna þessa hljóðfæris.
Hendrixflygill er eiginlega bara fráleit hugmynd, Hendrix spilaði ekki á píanó og það eru varla til nema 2 eða 3 myndir af honum sitjandi við hljómborð, ef undirfyrirtæki af Gibson framleiddi klósett þá er reyndar alveg viðbúið að þeir myndu borga hálfsystur Hendrix einhverja dollara fyrir að fá leyfi til að framleiða Hendrixklósett með sækedelískri málningaráferð fyrir freðna hippa til að dást að á meðan þeir kasta upp.
Markaðssetningin á drasli sem er tengt við dautt lið er sérdeilis viðbjóðslegt fyrirbæri, Jimi Hendrix notaði aldrei Digitech pedala og ég er viss um að ef hann hefði fengið sér flygil þá hefði hann ekki málað einhverja goddamm broskalla og sjitt á hann.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.