Þetta minnir mig á sögu frá því að ég var unglingur og það er nokkuð langt síðan :) vinur minn átti skellinöðru sem var aldrei til friðs gekk illa og fór ekki í gang nema annað slagið og þá virkuðu kannski ekki stefnuljósin og þar fram eftir götunum. Það endaði með að hann fór með hjólið til Hörra sem var skellinöðru snillingurinn í hverfinu og bað hann að gefa sér góð ráð. Hörri horfði á hjólið dágóða stund og sagði síðan , þú getur svo sem málað hjólið en það verður samt allveg jafn ónýtt á eftir :)