Það hljómar illa að vera með fender háls á mahóní boddý er svolítið sérkennileg alhæfing.
Að mínu mati eru það pickupparnir sem eru ábyrgir fyrir megninu af sándinu, ég hef átt gítar með plastbúk og annann með búk úr krossviði innan í plastskel, danelectrogítarar eru tildæmis með búk úr masóníti en það er ekkert að sándinu í þeim, ég skil ekki afhverju gítar með búk úr mahóníi og fenderháls (ég reikna með að þú meinir fender scale length af hálsi þá) ætti að hljóma eitthvað verr en samskonar gítar með boddý úr aski eða einhverju öðru smíðaefni.
Ef sá sem er að smíða gítarinn ætlaði sér að reyna að klóna sándið úr gömlum telecaster þá þyrfti hann væntanlega að fara alla leið með það td að nota samskonar við, hardware osfrv og er í þannig græju en það er engin ástæða til að halda að græjan muni hljóma eitthvað verr þótt búkurinn sé úr mahóníi, hún mun bara hljóma eitthvað pínulítið öðruvísi en standard tele.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.