Ég kallaði þetta aðeins rangt því að það sem þú gerðir var að alhæfa um hvort hann gæti spilað á vinstri hlið settsins. Að auki, ekki segja mér að “ekki að fara að væla”, það er fáránlega óþroskað, sérstaklega í rökræðum og er gífurlega pirrandi.
Ath, var aðeins að kalla það rangt um vinstri hliðina.Sem er ekki fuckin möguleiki að spila á nema hendurnar á honum séu svona 2 metrar. Þegar þú stackar svona miklu saman þá endar efsti cymballinn þinn asnalega hátt
Þessi alhæfing fer verulega í taugarnar á mér, og ég ætla að svara henni: Í fyrsta lagi er hihattinn lágur, í öðru lagi er ride-inn rétt fyrir ofan 8“ og í þriðja lagi, sést smá spegilmynd af crashinum í ride-inum fyrir neðan þannig að hann getur ekki verið of hár, allavega ekki fyrir meðal manneskju að stærð. Og bara svo þú vitir það, þá hef ég gert það líka,( að stacka ofan á ) það fer eftir því hvernig þú gerir það, ef þú gerir það vel kemur það vel út.
Bottom-line, ég vildi ekki gera allt of mikið vesen út af þessu, en málið er að fólk þarf að passa sig á að alhæfa ekki of mikið nema að það sé búið að rökstyðja það nógu vel, því aðrir eins og ég, sem sjá alhæfingu sem býður bara eftir að vera rifin í tætlur stenst ekki mátið. Ég sá bara allt of mikið af mótrökum gegn þinni alhæfingu og varð því að svara.
Annars er settupið mitt mjög svipað þessu, datt í hug að senda mynd af því inn. Með aðeins breyttum crash staðsetningum þá er það mjög svipað. annars hef ég prófað að ”experimenta“ með 8” á öðruvísi stöðum, og það er alltaf gaman finnst mér, sérstaklega þegar þú ert að spila með Dream Theater lögum. Vona að þetta hafi ekki verið of langt svar, var búinn að skrifa eitt styttra, en því miður þá asnaðist ég til að eyða því óvart og þurfti því að skrifa nýtt. :)
Bætt við 21. janúar 2010 - 17:28 Datt í hug að prófa eftir þessari mynd. :) En hvernig er þitt setup?