Jæja, leitin er loksins á enda. Ég fann lítið notaðan Schecter Hellraiser Avenger á Töflunni. Þetta er magnaður gítar í alla staði og yndislegur að spila á.
Tók út eitthvað kusk og leiðindi í paint. Sýnist það ekki sjást á myndinni
Woddafokk!? Gafstu honum tott í leiðinni? 30 kall fyrir neck thru gítar með seymour duncans og fallega bindingu… einn af bestu dílum sem ég hef séð á huga.
Pft, ég á tvær svona. Er þetta lavöru Coffin case? merkt þeim? ég get kannski skipt við þig á coffin sem væri hagstæðari. Sýnist þessi nefnilega vera frekar stór og gæti passað fyrir einhverja af mínum radical gíturum.
Trú, bæði böndin eru hætt. Ég á samt tvær full length plötur með sænsku Melodic deathmetal sveitinni Sacrilege. Hin hljómsveitin var, að mig minnir, einhver bresk thrashmetal sveit sem var uppi í kringum 1980-1990.
Breska hljómsveitin var svona hardcore/thrash voru starfandi í 4-5 ár og gáfu bara út Ep minnir mig. En já, okkur er slétt sama þó einhver önnur bönd heiti Sacrilege, mjög mörg íslensk bönd heita algengu nafni.
Engin skylda að selja gítarinn á því verði sem að maður fékk hann á. Ég fékk stratinn minn á 8 þús, kæmi ekki til greina að selja hann það lítinn pening (+ pengingurinn sem hefur farið í mod)
Ef ég færi að selja hann, þá myndi það ekki skipta neinu máli á hvað ég keypti hann. Er ekki miðað við það verð sem hlutirnir eru að kosta nýjir, ekki hvað þeir kostuðu notaðir síðast?
Og þar sem ég er að selja, þá ræð ég á hvað ég sel hann.
Ég er yfirleitt ekki hrifinn af svona metalsleggjum með hornum hingað og þangað (tildæmis Dean og þessháttar) en mér finnst þessi vera alveg djöfull flottur, til hamingju!
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
En nú er ég alger nýgræðingur þegar kemur að allskonar stillingaratriðum varðandi pickupa og svona, og þarna má sjá bridge pickupinn allsvaðalega neðarlega. Á þetta að vera svona? Eða er það bara smekksatirði?Það er sjúkur djúpur tónn úr honum núna. Grynnkar hann við að færa hann ofar?
Prófaðu þig bara áfram :) ég hef mína pickuppa bara nokkuð háa en samt gott bil á milli þeirra svo að ég geti ekki rekist í þá og strengirnir fari ekki í þá. Þetta er bara smekksatriði og finndu út hvað er þægilegast :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..