Ég ákvað að hætta með digital-multi græju og fá mér analog fetla. Brettið smíðaði ég úr álplötum.
Röðin er : Boss CS3 - HW Valve Distortion - Pigtronix Disnortion - HW Stero Delay/Looper - HW - HW Stereo Reverb. Keyrt með T-rex rafstöð.
Tunerinn er tengdur við clean rás á Disnortioninum þannig að í spilun er ekki keyrt í gegn um hann..
Öll keðjan er true bypass fyrir utan Bossinn. Mig langar að bæta inn alvöru tuner og einhverjum góðum boost gaur. En þá þyrfti ég að fá mér rafstöð með fleiri tenglum.