hann var eins og nýr, ekki ein rispa á helvítinu, vinur minn var með hann á statívi í 10 ár í stofunni hjá sér og spilaði aldrei á hann, ég prófaði stundum að afstilla einn streng og þegar ég kom næst að heimsækja hann kannski nokkrum mánuðum seinna var strengurinn ennþá afstilltur..
Og það blóðugasta við þetta er að vinur minn var alveg boðinn og búinn til að láta mig fá hann aftur í skiptum fyrir einhvern annann gítar, bara nánast hvaða gítar sem var en ég bara einhvernveginn gleymdi því bara þangað til einn daginn að ég ætlaði að kaupa hann af honum og þá hafði hann selt hann nokkrum dögum áður til að borga dópskuld.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.